þriðjudagur, nóvember 30, 2004

When you gonna wake up?

Ég bið Bjössa hérmeð afsökunar að hafa ekki sent komment á textann Play in the dancehalls.

Ég get í fljótheitum sagt að textinn er udvida abbragð. Vesenið var að ég vildi fara að semja á móti. Það gekk illa. Ég gerði þó heiðarlega tilraun við að semja lagið við So Blue Ballad. Þarf líklega að vinna aðeins betur að því. Spurning um hlutfall munnhörpudýrsins og úkulelesins í laginu.

Kíkti til Bruno í gær. Öldungis ágætt. Var boðið í mat og Madden 2004. Ekkert til að kvarta yfir. Nema auðvitað að við sauðnautin kunnum okkur ekki hóf, og því ætla ég ekki að segja hvenær við hættum að spila.

Ég er enn sáttur við sjálfann mig að hafa loks komist í gegnum Norwegian Wood á gítarinn. Skál fyrir því.

Lag dagsins er Romanian Crap Body.

sunnudagur, nóvember 28, 2004

Band on the Run

Ég ætlaði að renna í gegnum prógram gærdagsins, en þar sem Beggi varð fyrri til nenni ég varla að koma með sömu þuluna.

Ég vil endilega benda á ágætisdiss á síðunni Begga. Undir fyrirsögninni Afhjúpanir.

Það er slappleiki í gangi núna. Það er ekki gott rokk.

föstudagur, nóvember 26, 2004

Við stöndum vörð um orðið tómt

Halelúja!!! Þegar ég las þessa frétt hljómaði í græjunum "people say I'm crazy". Little did Lennon know....

Þess má geta að síðar í sama lagi segir Lennon "peple say I'm lazy". Ég tók þá sneið ekki til mín, þó að hann hafi samið theme-lagið mitt: I'm only sleeping.

Mér finnst útí hött að Strandverðir hafi verið valdir verri sjónvarpsþættir en "The Anna Nicole Show". Ég sá part úr því sjói, og það er með ólíkindum að þetta krapp hafi verið sent út. Á meðan Strandverðir skörtuðu Pamelu. End off argjúment.

Ég hlakka til kennsluloka.

miðvikudagur, nóvember 24, 2004

In The Lap Of The Gods

Ég er næstum því svekktur að fá engin komment um "Zeus was a womanizer" fyrirsögnina. Auðvitað stolin, en að mínu mati mjög traust. Það segir kannski eitthvað um hvað fólk er ekki að spá í hvað stendur þarna. Hmmm....

Mér tókst að haga mér eins og mér einum er lagið á sunnudagskvöld. Einn heima að hlusta á útvarpið ( auðvitað íþróttir, maður á bágt, og allt það...), nema að ég ákvað að kíkja í gamla Tom Clancy bók sem ég á. Það voru mistök.

Ég lokaði bókinni rétt fyrir kl. 7 í morgun. Mæ god. Og ég er búinn að lesa þessa fjárans bók allavega þrisvar sinnum. Eins gott að ég þurfti fyrst að mæta í tíma klukkan eitt. Þetta er búinn að vera 13 bolla dagur í kaffinu.

Ágætis umræða í kvöld. Við vorum að spá í afhverju fleiri stelpur sækja ekki í verkfræði og raunvísindi? Það voru auðvitað mismunandi skoðanir á því, sem ég ætla svosem ekkert að tíunda hér, en þetta er þó eitthvað sem mér finnst alltaf nokkuð merkilegt mál. Ég tek mig kannski einhvern tímann til og tíunda hvað þetta er meiriháttar nám, en ég er að spá í að láta slík leiðindi vera núna. Ég er hvort eð er að verða búinn með námið, þannig að það skiptir mig minnstu hvort að kvenfólk fer að flykkjast í rafmagnsverkfræðina núna. Hmmppfffff.

Mér datt í hug, í framhaldi af því að Dr.Horný var nefndur, hvort að það er ekki einhver sem veit e-mailið hjá Petr Jelic? Ég veit að góðvinur minn Ingvar Ormarsson er búinn að vera að leita að þessu póstfangi í mörg ár. Þannig að ef einhver veit meilið hjá manninum sem bað Krókí-Pípúl um stuðning, þá eru góð verðlaun í boði. Sænskar kjötbollur í Ikea við Brogårdsvej. Ekki spurning.

Lag dagsins er Blood and Roses. Smithereens klikka ekki.

þriðjudagur, nóvember 23, 2004

Zeus was a womanizer

Þokkalegur dagur að kveldi kominn. Þrátt fyrir að hugurinn hafi ekki alveg verið við verkið framan af, þá kláraði ég næstum síðasta skammtinn af skiladæmum í rafsegulfræði. Man, verður ljúft að skila þessu af sér á föstudagsmorgun. Það verður þá loksins hægt að fara að snúa sér að Antenna-kúrsinum. Ekki seinna vænna. Það er svona allt að því að maður sé að verða stressaður. Allt að því...

Hvernig er það, er ekki lágmarkið að geta eitthvað í sportinu til að geta verið sírífandi kjaft? Ef maður væri ekki þetta gríðarlega ljúfmenni, þá gæti verið að ég væri búinn að brúka munn á æfingu. Nú, eða ef ég mætti oftar. Ég veit ekki hvort að þetta sé mánudags-syndróm í mönnum eða hvað. Meiriháttar pirringur í gangi.

Best að leyfa þessu að fljóta með og segja það gott. Allaf virðulegur, svo mikið er víst.

Lag dagsins er Friend is a four letter word.

sunnudagur, nóvember 21, 2004

Walking after you

Fjandans kuldi. Það snjóaði í gær. Ekkert meiriháttar, en væntanlega nóg til að gera alla bílaumferð stórhættulega. Góður dagur í dag til að halda sig inni og helst undir sæng. Það var ekkert erfitt.

Á föstudagskvöldinu fékk ég að heyra að það væri orðið uppselt á Elvis Costello. Ég varð ekki ánægður með þær fréttir, en lét það þó vera að taka það út á boðberanum. Sem var eins gott, þar sem í gærkveldi var gengið frá kaupum á miðum. Súper. Þá er það næsta á dagskránni að versla miða á Cake. Þeir félagar mæta á svæðið 7. febrúar.

Randy Newman er í miklu uppáhaldi hjá mér. Læt því fylgja hér einn texta af Sail Away plötunni. Einn af mörgum góðum.

God's Song (That's Why I Love Mankind)

Cain slew Abel, Seth knew not why
For if the children of Israel were to multiply
Why must any of the children die?
So he asked the Lord
And the Lord said:
Man means nothing, he means less to me
Than the lowliest cactus flower
Or the humblest Yucca tree
He chases round this desert
'Cause he thinks that's where I'll be
That's why I love mankind
I recoil in horror from the foulness of thee
From the squalor and the filth and the misery
How we laugh up here in heaven at the prayers you offer me
That's why I love mankind
The Christians and the Jews were having a jamboree
The Buddhists and the Hindus joined on satellite TV
They picked their four greatest priests
And they began to speak
They said, "Lord, a plague is on the world
Lord, no man is free
The temples that we built to you
Have tumbled into the sea
Lord, if you won't take care of us
Won't you please, please let us be?"
And the Lord said
And the Lord said
I burn down your cities-how blind you must be
I take from you your children and you say how blessed are we
You all must be crazy to put your faith in me
That's why I love mankind
You really need me
That's why I love mankind

Það er kannski, svona í framhaldi af því, að tileinka sauðnautinu sem þjálfar spænska landsliðið í fótbolta lagið Rednecks. Annað gott Newman lag sem hæfir vel.

laugardagur, nóvember 20, 2004

Start with me

Ætli það hafi verið mistök að espa upp heimasíðu-vitleysuna í Bjössa? Það er spurning.

Í gær var Erna með afmælisveislu. Við Beggi og Hilmar fórum í bæinn seinniparts, þar sem okkur hafði verið falið að versla gjöf. Við unnum það starf auðvitað með sóma. Keyptum meðal annars eitthvert mest óþolandi kort sem ég hef heyrt. Allavega, Fríða mætti svo í bæinn, og við fórum og fengum okkur borgara á Chili. Alltaf gott.

Eftir mat var gengið heim til Ernu. Þó með reglulegum stoppum á pöbbunum á Vesterbrogade. Höfðum það svo af að komast í partíð á réttum tíma. Eða svo til. Ég get ekki sagt annað en, að þetta var með skemmtilegri partíum sem ég hef mætt í lengi. Haugur af fólki. Ótrúlega vel veitt. Og góð stemming. Og ég edrú í þokkabót. Alveg ótrúlegt. Held að ég hafi sett nýtt met í vatnsdrykkju. Ég var svo ókrýndur konungur eldhússpartísins. Held að ég hafi verið á tjattinu í eldhúsinu í góða 2 tíma. Vel af sér vikið. Allavega var ég í flesta staði sáttur við gleðina, og það var svo til að toppa allt að gestgjafinn misti röddina. Svona eiga partí að vera...

Í dag spratt maður svo á fætur eldsnemma. Nei, ókei....Meira svona eftir hádegi. Og spilaði einn alleiðinlegasta körfuboltaleik sem ég hef spilað. Við flengdum einhver grey 113-60. Ekki mikið meira um það að segja, nema að auðvitað var ég í því að gefa boltann eins og venjulega, þrátt fyrir súrar aðdróttanir Ingvars um annað. Gaf mér tíma í að setja 11. Það verður fróðlegt að sjá hvað gerist þegar við spilum við lið sem geta eitthvað. Það er eitthvað sem segir mér að okkar leikur verði eilítið stirðari.

Ég er kominn með nýjan nágranna. Hún er hávær. Það er því ljóst að ég mun ekki verða með samviskubit yfir því að spila hér á gítar, ukulele, munnhörpu, bongótrommu, eða hvað annað sem mér dettur í hug að prófa. Reyndar ætla ég mér að eyða kvöldinu í að taka aðeins í gítarinn. Einhverja góða blöndu. En eitt lag sem verður spilað til höfuðs nágrannanum er Crowded House klassíkerinn Whispers and Moans. Ekki spurning.

Dr. Horný hefur ekki látið heyra í sér.

miðvikudagur, nóvember 17, 2004

"Play okta to the end...."

Mér finnst líklegt að sumum leiðist þetta ekki. Ég sendi kallinum póst. Það verður fróðlegt að sjá hvort maður fær svar til baka.

Æm ræting tú ríts jú

Þá er maður deginum eldri. Eins og Nökkvi Már var vanur að segja. Held að ég hafi sjaldan eða aldrei gert jafn lítið úr afmælisdegi mínum. Ekki að það sé neitt að því.

Mér tókst þó að draga Begga í mat í kveld og svo á þriðjudagbarinn, þar sem við ræddum menn og málefni. Ef þið eruð með hiksta, þá er það ykkar vesen að þið voruð ekki á svæðinu.....

Það er erfitt að vera kani.

Ég hef spurningu fyrir íslenska cd-útgefendur. Af hverju er Guðspjallaplata Stormskers ekki komin út á CD? Þetta er einhver mesta snilld seinni tíma. Kommon ná.
Þannig lagað getur maður spurt, afhverju er eina dæmið með Stormsker á CD klámið og bestof? Skandall.

Allt annað mál. Hilmar var með athugasemdir sem höfðu eitthvað að gera með ro**u. Ég ætla ekki einu sinni að segja hvernig mér tókst að misskilja dæmið. En ég get þó sagt hvaðan dissið kom.

Eins og sumir vita, þá varð ég 30 í fyrra. Og ég fékk udvida góðar gjafir. Nú ætla ég ekkert að vera nafnlaus, þannig að ég segi að Hilmar og hans spúsa gáfu mér gjafir sem greinilega voru keyptar á Istedgade. Og meðal gjafana var Inflatable Sheep. Ég bíð enn eftir að geta gefið þá gjöf áfram.....urrrrr.....Nema að fjandans uppblásna rollan er búin að vera hér til vandræða síðan. Hilmar, ég finn þig í fjöru.

Sameinuðu þjóðirnar eru að spá í að fara að gefa ný verðlaun. Og þau eru fyrir best-useless-internet-link. Eins og Nóbellinn er eins og hann er, þá verða þessi verðlaun líklega kölluð ðe Bjöss. Eða Bjössinn for sjort. Ég er ekki að grínast, djúd, það toppar þig enginn. Ríspekt.

þriðjudagur, nóvember 16, 2004

St. Anger

Urrrr.....Fór á körfuboltaæfingu áðan. Hvað er það með ákveðna menn, að þeir fá að spila smá eitt tímabil og þá eru þeir orðnir nógu góðir til að segja öllum til? Sauðnaut. Það er lokasvar.

mánudagur, nóvember 15, 2004

There's a light that never goes out

God said:









...and there was light!
Jamm, Maxwells jöfnurnar klikka ekki mikið.

sunnudagur, nóvember 14, 2004

Er það?

Take the quiz: "Which American City Are You?"

New York
You're competative, you like to take it straight to the fight. You gotta have it all or die trying.

Hmmm, ég veit ekki....

Úpps, Æ did idd agin.

Óli kvartaði yfir síðasta lagi dagsins. Svona er udvida óþolandi, en fyrst menn eru orðnir svona heví, þá er lag dagsins Four horsemen með Metallica. Þýðir þetta að maður fær frið fyrir Last Christmas þessi jólin ?

Annars er maður búinn að vera frekar bissí þessa dagana. Verkefni á verkefni ofan. Ég kíkti þó í vísindaferð hjá Landsbankanum á föstudaginn var. Svona passlega langt, og létt yfir þessu. Þekkti ekkert alltof marga þarna, en þetta var ok. Gærdagurinn fór svo að mestu í letikastið. Ágætt alltaf að nota þessa letidaga til að lesa í gegnum námsbækurnar. Maður er þá að gera eitthvað vitrænt, en samt svona temmilega lús á því.

Í morgun spratt ég upp eins og stálfjöður uppúr átta. Á sunnudagsmorgni. Varla að ég trúði því sjálfur. En ég og Gunni brunuðum uppí Tröröð í messu. Það var verið að skíra Samuel, strákinn Hilmars og Ann, og við mættum eiturhressir. Skírnin gekk vel fyrir sig, en ég held að ég fari ekkert að stunda það að hrökkva í messu á sunnudagsmorgnum. Eins og Lennon hefði sagt, it's not my scene. Eftir athöfnina var skundað heim til Hilmars og Ann þar sem við tók þvílíka veislan. Maður lifandi.....

Hér er eitthvað sem allir þurfa að hafa á tæru. Gríðarlega mikilvægt fyrir hvert djamm. Seisei, já.

miðvikudagur, nóvember 10, 2004

pólítík-smólítík

Skapið ekki búið að vera uppá það besta. Finnst gjörsamlega allar fréttir sem maður les núna minnka trú manns á mannkyninu. Hér er t.d. ein. Og ég ætla ekki einu sinni að tala um fávitana í Bandaríkjunum. Bendi þó á nokkra punkta hjá Begga.

Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort sanngjarnt sé að Þórólfur fari. Þó að ég halli frekar til hægri, þá hefur mér alltaf fundist Þórólfur frekar kúl. Kannski útaf því að hann er verkfræðingur, og kannski þar sem Tal gaf Símanum nett puttann um árið. Allavega, mér finnst að Þórólfur hafi nú gert það sem íslenskir pólítíkusar hafi lítið verið fyrir, og það er að taka ábyrð á gjörðum sínum í verki. Ekki bara að segja, "skrambinn....misheppni". Gott mál.

Það er nokkuð ljóst að næstu 3-4 vikur verða vægast sagt bissí. Ofan í allt annað sem ég hef nóg með í skólanum, þá vorum við að fá verkefni í Remote sensing. Fyrir áhugasama, þá er titilinn á verkefninu "Coherence region esimation in polarimetric SAR interferometry". Já, ég veit að allir vilja vita meira. Hér er séns..... Reyndar í framhaldi af því, þá er hér hlekkur á minn hluta DTU.

Karl faðir minn farinn að dissa mig fyrir bjórdrykkju og flöguát hér í athugasemdum. Tja, ég viðurkenni á mig flöguátið, enda hvorki brauð né mjólk í flögum. Hins vegar get ég ekki alveg logið mig úr að hafa drukkið bjór. Þó ég gjarnan vildi. Ég frábið mér hinsvegar að kalla þessa pistla bull. Usssusssussss......

Lag dagsins er eftir langa umhugsun River of Tears. Heyrði það fyrst á tónleikum hjá Clapton fyrir nokkrum árum, og fæ enn hálfgerða gæsahúð af tilhugsununni.

P.S. Elvis Costello með tónleika í janúar....

mánudagur, nóvember 08, 2004

It ain't easy beeing green

Ég vil af gefnu tilefni benda á, að allt nöldur yfir málfari er illa þegið. Hér er slett til vinstri og hægri og eins gott að fólk geri sér það að góðu.

Það er gott að sjá að Rauði Baróninn, Ingvar Ormarsson, er farinn að taka upp hanskann fyrir Olla Kahn. Kom kannski ekki á óvart, því meiri laumu-Þjóðverja ef ég vart þekkt um dagana. Það kom ekki á óvart að drengurinn hafi sest að í Snitzel-landi.

Ingvar var með smá skot á mann, um að tími væri kominn á að klára að semja söngleikinn. Söngleikurinn sem talað er um, var tónverk sem við félagar ætluðum að semja þegar við leigðum saman um árið. Ég átti að semja músík og Ingvar textann. Verkið átti að fjalla um mitt líf. Það var hinsvegar snemma ljóst að ég var ekki allskostar sáttur við textahugmyndirnar, þannig að ég lét af samstarfinu.

Það er því ljóst að það er að safnast töluvert af efni sem ég skulda að semja. Eitt stykki söngleikur, auk efnis á þrjár plötur, þar af eina double, fyrir lángbesta rokkara in ðe júnívers.

Nú eru rétt um fjórar vikur eftir í kennslu á önnini. Time flies when you're having fun. Eða eins og Kermit sagði "Time is fun when you're having flies."

sunnudagur, nóvember 07, 2004

Get over it!

Nú finnst mér of langt gengið í vitleysunni. Greyið Óliver Kahn á bágt því að Klinsmann vill keppni milli markvarða. Bú-f*****g-Hú. Kræ mí a river. Kahn er auðvitað einhver mesti ruddi á fótboltavellinum síðan Sjúmakker var uppá sitt versta.

Nú spilar maður í gegnum Bítlalögin til að læra hljómana á ukulele-ið. Lag dagsins er Something.

I was brought to my senses

J-dagur að baki. Maður stóð sig eins og hetja við að fagna deginum. Um fjögurleytið hitti ég Bruno í S-húsinu, og við fórnuðum okkur í öl. Um kvöldið komu svo Fríða, Hrönn og Fernando og við pöntuðum okkur mexíkanskan mat og snæddum hér hjá mér. Eftir mat mætti Beggi, og skömmu seinna komu Erna,Kristín, Steinunn og vinkona Steinunnar, sem ég man ekki hvað heitir. Erna hafði keypt fyrir mig Tuborg kúrekahatt. Jíbbííí.... Kom sér vel þar sem ég fór mikinn í að spila Ghostriders in the sky á ukulele-ið fyrir gesti og gangandi. Maður stillti sér auðvitað upp fyrir myndatöku með ukulele-ið og hattinn. Hlakka svo til að sjá þær myndir. Ætli það sé ekki hægt að græða á því að láta eins og fífl? Bara spur.

Fór á House of flying daggers áðan í bíó. Þessar kínversku myndir eru þokkalega öðruvísi. Svona anti-Hollywood.

Ætlunin var að lána Bruno orðabók, þannig að hann geti lesið þetta krapp. En svo mundi ég hvaða dissasster það var þegar hann fékk bókina síðast. Ambátt, botnlangabólga og önnur hversdagsorð urðu fyrstu orðin sem hann lærði.

Meiriháttar. Heimadæmi í rafsegulfræði á morgun. Klikkar aldrei til að búa til stemmningu á sunnudögum.

föstudagur, nóvember 05, 2004

What to do?

Mér finnst afar leitt hvað fólki virðist almennt ég hafa átt skilið meðferðina í spilamennskunni um daginn. Skil þetta ekki. Þau einu sem hafa einhverja ástæðu til að kvarta undan mínum spilastíl er fólkið sem ég spilaði við Trivial Pursuit fyrir nokkrum jólum. Án þess að fara nokkuð frekar útí þá sálma, þá get ég sagt að mér hefur ekki verið boðið aftur í Trivial síðan. Að öðru leiti er ég afar sanngjarn, en ögn óheppinn. Ekki ekki orð meira um það.

Bush vann, Golden State tapaði og Arsenal gerði jafntefli. Ollaránd dán dagur á þriðjudaginn.

Á morgun mun Charlotte Hasager frá Risoe National Laboratory mæta í tíma í Remote Sensing. Hér fylgir abstractið fyrir áhugasama. (Ræt, anyways.......)

Satellite-based information for wind energy

Wind turbines are constructed both at land and offshore. Satellite-based information can be of use both for land sites and for coastal areas. On land the topography is mapped from radar, e.g. the Shuttle Radar Topography Mission. It is clear that wind turbines are often placed in hilly and mountainous areas. However also in areas with moderate relief, the terrain effect is important for the wind climate. Land cover type information is relevant when estimating the roughness. High roughness reduces the wind potential.

At offshore sites, wind resource estimation can be based on surface ocean wind climate observations from satellite SAR, scatterometer, altimeter and passive microwave. For the first two types wind vector retrieval is possible whereas for the latter two only wind speed. Examples from the North Sea are given. At Horns Rev the world's largest offshore wind farm is in operation since Dec. 2002. High-quality meteorological data from the site have been used for comparison to the satellite estimates. A new wind farm of similar size is in planning phase. One question is how far away this wind farm should be placed downwind from the first wind farm to avoid serious 'wind-theft'. A study on the wake effect (i.e. shadow effect) is done using satellite SAR and compared to state-of-the-art wake modelling.

Back to regular programming. Sem minnir mig á algjöran killer nördahúmor hjá einum prófessornum um daginn. Kappinn spurði spurningar í tíma, sem menn voru alls ekki að skilja, eða í það minnsta ekki á því að svara. Þannig að eftir smá bið segir náunginn að við séum á svipinn eins og "pointers assigned a null value". Ah, stærðfræðihúmorinn, já sei sei.

Hér á Kampsax var þetta huggulega rafmagnsleysi í kvöld. Þegar ég kom heim um fimm-leytið var allt í myrkri, kaupmaðurinn búinn að loka og ég veit ekki hvað. Bögg, ég fékk ekki flögurnar mínar, urrr. Allavega, það kom svosem ekkert sérstaklega á óvart að sambýlingar mínir hér voru að missa sig yfir þessu öllu saman. Svaka gaðeríng á eldhúsinu að tala um hvað þetta væri merkilegt. Einmitt. Ég tók þessu auðvitað með íslenska kúlinu og lagði mig bara meðan þetta gekk yfir. Pís off keik. Þetta minnti mig örlítið á atriðið um árið þegar bankað var á hurðina hjá mér og fyrir utan stóðu 5-6 krakkar af ganginum. Og spyrja mig hvort að mig langi koma með þeim út í snjókast. Nú verður einnar línu þögn í virðingu við hvað ég varð hissa.

Ókei. Ég afþakkaði svo boðið og var ekki boðið aftur. Mér til lítilla sárinda.

Í tilefni nokkurra súper hugmynda sem Bjössi setti um daginn á netið, þá mætti bæta einni á netið. Það er félagsaðild að L.B.A. Eða Lazy Bastards Anonymous (Ísl. Letibykkjufélagið, innsk. bloggara) þegar/ef það verður að veruleika. Þetta stórfenglega félag átti að stofna í september á síðasta ári, en þar sem stofnfélagar standa þokkalega undir nafni frestaðist það. Fyrst um mánuð, svo um ár. Og nú er svo komið, að enginn veit hvenær félagið kemst á koppinn. Æsispennandi. Þess má geta, að tveir af frumkvöðlum L.B.A. hafa bundist fastmælum um að stofna fyrirtækið Framtakssamir Athafnamenn. Spurning hvort að af samstarfi geti orðið við Útúrsúning Ehf.

Kannski að maður píni einum jólabjór niður á morgun.

miðvikudagur, nóvember 03, 2004

Happy?

Urrrr.....Windows. Maður búninn að skrifa langa og bráðfyndna færslu, og þá ákveður hugbúnaður skrattans að taka yfir og rí-starta.

Allavega, þá var ég að velta fyrir mér, hvað er málið með orðið "hispurslaus"? Orð sem mér er gjörsamlega fyrirmunað að koma rétt útúr mér eftir einn bjór. Alveg magnað. Minnir á einn náskyldan mér og orðið "uppgötva". Heppilegt að orðið hispurslaus og bjór eiga enga sérstaka samleið.

Ég hef undanfarið verið aðeins að reyna að finna eitthvað sniðugt að gera sem lokaverkefni. Á tímabili var ég að verða kominn svo í hringi að ég var að spá í að auglýsa hér eftir tillögum. Hvernig væri það? Einhverjar hugmyndir að lokaverkefni í örbylgjuverkfræði? Annars er komin hugmynd, þannig að ef ekkert annað mun sniðugra kemur upp, þá ætla ég að kýla á það. Það sem heillar töluvert við það verkefni, er að það er séns á að það gæti tengst stórfyrirtæki á sínu sviði. Það heillar einmitt töluvert að fá lokaverkefni sem er ekki bara hrein teoría. Við sjáum hvað setur.

Ég minni svo á að í nótt eru kosningar í vesturveldi, og að í kveld byrjar einnig nýtt NBA tímabil. Þannig að við verðum að vona að þessi dagur verði í minnum hafður sem dagurinn sem valdaskipti urðu, og fyrsti dagur meistaratímabils Golden State Warriors. Óli, Flugleiðir eru að fara að fljúga beint. Nú fer að koma tími á ferð á NBA leik?

mánudagur, nóvember 01, 2004

Play the game

Síðasta föstudagskveld komum við nokkur saman til að spila Hættuspilið. Eins og sumir vita, þá er ég ekki mjög heppinn í þessu spili. Samt ákvað maður að gera heiðarlega tilraun til að rétta úr Hættuspils-kútnum. Til að gera langa sögu mjög stutta, þá tapaði ég með þvílíkum yfirburðum að annað eins hefur vart sést. Lá við að ég færi í fýlu og færi heim með boltann í miðju spili. Mig grunar að ég sé of heiðarlegur til að spila Hættuspilið. Spilið gengur auðvitað útá að vera vondur við náungann, og það passar manni ekki. OK, eða þá að maður fær alla upp á móti sér. Gæti líka verið það. Spurning um að spila Trivial Pursuit næst.