miðvikudagur, nóvember 10, 2004

pólítík-smólítík

Skapið ekki búið að vera uppá það besta. Finnst gjörsamlega allar fréttir sem maður les núna minnka trú manns á mannkyninu. Hér er t.d. ein. Og ég ætla ekki einu sinni að tala um fávitana í Bandaríkjunum. Bendi þó á nokkra punkta hjá Begga.

Menn eru ekki á eitt sáttir um hvort sanngjarnt sé að Þórólfur fari. Þó að ég halli frekar til hægri, þá hefur mér alltaf fundist Þórólfur frekar kúl. Kannski útaf því að hann er verkfræðingur, og kannski þar sem Tal gaf Símanum nett puttann um árið. Allavega, mér finnst að Þórólfur hafi nú gert það sem íslenskir pólítíkusar hafi lítið verið fyrir, og það er að taka ábyrð á gjörðum sínum í verki. Ekki bara að segja, "skrambinn....misheppni". Gott mál.

Það er nokkuð ljóst að næstu 3-4 vikur verða vægast sagt bissí. Ofan í allt annað sem ég hef nóg með í skólanum, þá vorum við að fá verkefni í Remote sensing. Fyrir áhugasama, þá er titilinn á verkefninu "Coherence region esimation in polarimetric SAR interferometry". Já, ég veit að allir vilja vita meira. Hér er séns..... Reyndar í framhaldi af því, þá er hér hlekkur á minn hluta DTU.

Karl faðir minn farinn að dissa mig fyrir bjórdrykkju og flöguát hér í athugasemdum. Tja, ég viðurkenni á mig flöguátið, enda hvorki brauð né mjólk í flögum. Hins vegar get ég ekki alveg logið mig úr að hafa drukkið bjór. Þó ég gjarnan vildi. Ég frábið mér hinsvegar að kalla þessa pistla bull. Usssusssussss......

Lag dagsins er eftir langa umhugsun River of Tears. Heyrði það fyrst á tónleikum hjá Clapton fyrir nokkrum árum, og fæ enn hálfgerða gæsahúð af tilhugsununni.

P.S. Elvis Costello með tónleika í janúar....