fimmtudagur, maí 17, 2012

Is there anybody out there?

"Back by popular demand!"

Naj.....Kannski ekki. En hvað er betra en að blogga þegar maður situr í okkar annars ágætu verksmiðju í Dongguan? Sjálfsagt ýmislegt, en you take what you get.

Hér ætti ég sjálfsagt að koma með langann pistill um hvers vegna ég hætti að blogga og af hverju ég byrjaði aftur (ef það er málið....). Neibb. Enginn slíkur pistill hér. Bloggþurrðin var aðallega vegna Facebook, býst ég við.

Annars settist ég á einn hótel-barinn í gær með tveimur kínverskum kollegum. Barinn heitir Jazz-bar. Sjaldan hefur nafn átt jafn illa við. Þegar ég gekk inn var hús-bandið að spila ásamt einum gestinum. Það er, gesturinn var að syngja með þeim. Ó svít lord. Og að hugsa til þess að 20 metrum frá var karíókí-bar hótelsins. Það eina sem mér datt í hug var að ef að þetta er það sem gengur á hér, hvernig er það þá á þeim barnum?

Það verður samt að segjast að þetta vandist ágætlega. Og svo fór udvida að ég lét mig hafa það að syngja eitt lag. Og spila á gítar. Gúdd tæms.

miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðilegt ár!

miðvikudagur, desember 24, 2008

Gleðileg Jól!

þriðjudagur, desember 23, 2008

What´s the rush?

Þvílíkt sjokk að rölta niður í miðbæ Köben að kvöldi Þorláksmessu. Okkur var farið að hlakka til að rölta niður á strik og slappa af inná veitingahúsum meðan fólk þeystist um að kaupa síðustu gjafirnar.

Það var hins vegar búið að loka næstum öllum búðum á strikinu. Ótrúlegt! Hvar er jólaæsingurinn hjá Dönunum? Veit alls ekki hvað mér finnst um þetta?

laugardagur, desember 20, 2008

Bögg

Flís í stórutá. Frábært!

He´s always taken interest

Það er vissulega undarlegt að vera ekki á leiðinni á þessum tíma ársins í fyrsta sinn síðan árið 2000. Sjonni benti á að það myndi vanta ákveðinn póst í jólaundirbúninginn að fara ekki á flugvöllinn að sækja mig. Og það er nokkuð til í því. En eins gott og það er að koma heim, þá er ég farinn að hlakka til 13 daga í lestri heima. Alveg ágætt.

Annars. Er að spá í að hafa svona end-of-the-year-pistil ef ég kem mér í það í næstu viku.

Einhver til í að bjóða í hvort maður hefur það af í tíma?

fimmtudagur, desember 04, 2008

It ain´t easy being green

Ekki vissi ég fyrr en í gær að New Yardbirds sem seinna urðu að Led Zeppelin spiluðu í fyrsta sinn opinberlega í Gladsaxe í Danmörku. Þetta fróleikskorn er úr bókinni When Giants Walked the Earth, sem ég var að byrja á í gær.

Kláraði ævisögu Einsteins í gær. Fín bók sem ég er búinn að eiga við síðan í heimferðinni frá Atlanta. Fannst hún að skýra ágætlega út afstæðiskenningarnar á mannamáli. Fékk mig einnig til að kíkja í eðlisfræðibækurnar til að reyna að skilja betur skammtafræðina. Ég komst reyndar fljótt yfir það, og snéri mér að því að horfa á Prúðuleikarana.

Það held ég nú.

þriðjudagur, nóvember 18, 2008

uuuugggghhhh

Ég er afskaplega mikið á móti því að vakna upp með óþolandi Títanic lagið á heilanum. Hvaða rugl er þetta? Má ég biðja um eitthvað almennilegt á heilann ef maður er á annað borða að vakna hálf-raulandi.

Við vorum annars á Aimee Mann tónleikum í síðustu viku. Ron Sexsmith á föstudaginn, og Elton John eftir viku. Afbragð!