sunnudagur, nóvember 07, 2004

I was brought to my senses

J-dagur að baki. Maður stóð sig eins og hetja við að fagna deginum. Um fjögurleytið hitti ég Bruno í S-húsinu, og við fórnuðum okkur í öl. Um kvöldið komu svo Fríða, Hrönn og Fernando og við pöntuðum okkur mexíkanskan mat og snæddum hér hjá mér. Eftir mat mætti Beggi, og skömmu seinna komu Erna,Kristín, Steinunn og vinkona Steinunnar, sem ég man ekki hvað heitir. Erna hafði keypt fyrir mig Tuborg kúrekahatt. Jíbbííí.... Kom sér vel þar sem ég fór mikinn í að spila Ghostriders in the sky á ukulele-ið fyrir gesti og gangandi. Maður stillti sér auðvitað upp fyrir myndatöku með ukulele-ið og hattinn. Hlakka svo til að sjá þær myndir. Ætli það sé ekki hægt að græða á því að láta eins og fífl? Bara spur.

Fór á House of flying daggers áðan í bíó. Þessar kínversku myndir eru þokkalega öðruvísi. Svona anti-Hollywood.

Ætlunin var að lána Bruno orðabók, þannig að hann geti lesið þetta krapp. En svo mundi ég hvaða dissasster það var þegar hann fékk bókina síðast. Ambátt, botnlangabólga og önnur hversdagsorð urðu fyrstu orðin sem hann lærði.

Meiriháttar. Heimadæmi í rafsegulfræði á morgun. Klikkar aldrei til að búa til stemmningu á sunnudögum.