miðvikudagur, október 27, 2004

Turn and Run

Mér finnst rafsegulfræði alveg jafn skemmtileg og næsta manni (og þó, líklega mun skemmtilegri), en mér finnst skemmtanagildið hrapa gríðarlega þegar maður eyðir heilum degi í að reyna að afleiða hinar og þessar jöfnur í antenna theory. Ég komst einnig að því í gær að þetta fag er farið að hafa vond áhrif á mann. Ég stóð sjálfan mig að því, á leið útí búð, að reyna leysa ákveðið heimadæmi á leiðinni. Það væri kannski ekki svo slæmt eitt og sér, ef ég hefði ekki verið svo niðursokkinn í að sjá fyrir mér hnitakerfi vandamálsins með þremur puttum. Þannig arkaði ég útí búð snúandi þremur puttum annarrar handar fram og aftur fyrir framan andlitið á mér. Og fattaði fyrst að þetta var ekki kúl fyrr en ég mætti einhverjum aumingja manni, sem skildi ekkert í þessum æfingum. Mæ gúddness. Héðan í frá verða heimadæmin leyst innan veggja skólans, og hananú. Liggur við að maður þurfi að kíkja í bæinn til að vinna upp rokkstigin sem drógust af mér við þetta atriði.

Annað sem mér fattaði loksins í dag. Röddin í einum prófessornum minnti mig á einhvern sem ég fyrst í dag fattaði hver var. Fossi björn. Þokkalega sama röddin. Það eina sem vantaði var að kappinn endaði setningarnar á "Wakka,wakka,wakka...."