sunnudagur, október 24, 2004

Behind the wall of sleep

Alveg er danska haustveðrið að rokka feitt. Rigning, rigning og örlítið meiri rigning. Alveg ágætt.

Gerði aldeilis súperkaup á föstudaginn. Lét loks eftir mér að kaupa Ukulele. Og skemmti mér því alveg konunglega um helgina að læra að spila á þetta súper-svala hljóðfæri.

Var yfirmátaduglegur við lærdóminn í síðustu viku, og ákvað því að jafna metin hér um helgina. Búinn að vera svona temmilega slakur á því, og finnst það hreint ekki svo slæmt. Kíkti í Köben í gær. Hitti Hildi og Þórhall, Hrönn og Fernando, Begga, Kötu og Fríðu og við fórum og fengum okkur að borða. Við fórum á einhvern Víetnamskan stað á Vesterbrogade. Ágætis matur, en ég hefði alveg getað borðað töluvert meira. Ó well....Kíkti svo á bíó eftir það, sá Man on Fire. Svona meðalmynd, að mínu mati.

Setti líklega persónulegt met á nörd-skalanum í vikunni. Mig vantaði eitthvað að lesa, en átti ekkert hér sem ég ekki er búinn að lesa minnst þrisvar. Þannig að ég greip eðlisfræðibók og fór að lesa mér til gamans í henni. Afstæðiskenningin og skammtafræði er ágætlega spennandi efni, en mæ god, ég held að ég kíki í bókabúð eftir helgi og kaupi 1-2 kiljur í hallæri.