Secret heart
Jamm. Skellti mér á tónleika með Ron Sexsmith á Loppen í Kristjaníu á mánudagskvöld. Við Beggi vorum mættir í bæinn vel tímanlega, þannig að það var lítið gaman að því að húsið opnaði ekki fyrr en 21.00. Og tvö upphitunaratriði. Fyrst var einhver tappi sem var svosem nógu hress, en ekkert sérstaklega skemmtilegur. Svo mætti á svið stúlka að nafni Sara Slean. Sú spilaði á píanó og söng svona líka vel. Hún fékk fullt af rokkstigum. Svo steig Ronninn á svið. Hann verður nú seint talinn rokkaralegasti maðurinn í bransanum. Mér fannst hann koma þokkalega út. Reyndar mun betri þegar hann var ekkert að keyra tempóið úr hófi fram. Það voru nokkur lög í rokkkantinum sem ég var ekkert hrifinn. Sumsé, drengurinn góður í það heila og spilaði í næstum klukkutíma og fjörtíuogfimm mín. Ekkert að því, nema að það þýddi næturstrætó heim. Er svo að bræða það með mér að fara á Whitesnake á fimmtudagskvöld. Væri traust að kanna hvort að þeir séu enn jafn traustir og í Reiðhöllinni forðum daga.
Sem auðvitað minnir mig á þegar ég og Kiddi K vorum að keyra heim af þeim tónleikum. Á Volvo árgerð 1972. Og teknir fyrir of hraðan akstur á milli Reykjavíkur og Mosfellsbæjar. Held að bílinn hafi þá í eina skiptið farið yfir löglegan hámarkshraða, algjörlega óvart auðvitað.
Uss. Er alveg að gefast upp á þessu körfuboltabrölti. Við spiluðum um helgina, þar sem ég var með í tveimur leikjum á laugardegi. Lítil afrek unnin þar, annað en að meiða mig á höndum, fótum og kjálka. Heilbrigð sál í hraustum líkama, mæ es. Þetta hefur auðvitað ekkert nema meiðsli í för með sér. En það mætti svosem segja að ég sé seinn að læra, þar sem ég er búinn að stunda það að meiða mig í næstum 20 ár. Það fer að koma tími að hætta.
Var í alveg bærilegu innflutingspartíi hjá Ernu,Viggu og Kristínu. Þar droppaði fólk inn fram eftir nóttu, og var svo mikið stuð að þegar átti að kíkja í bæinn reyndist klukkan vera orðin fjögur. það kom reyndar ekki í ljós fyrr en í bæinn var komið, en það er auðvitað ekki verið að kippa sér upp við smámuni. Þess í stað var haldið á O's og etinn morgunmatur. Reyndar vorum við ekki alveg sammála um framburð nafnsins. Sumir vildu kalla hann Zero's en aðrir O's (eins og í Óli Prik). Á endanum ákváðum við að kallann Naught's.Frekar morkinn húmor, en nóg til að flissa eins og fífl þar um nóttina. Nóttin var svo enduð á næstum klukkutíma rölti eftir leigubíl. Í rigningu. Meiriháttar.
Lag dagsins, Always með Shea Seger og Ron Sexsmith. Ekki spurning.
<< Home