Wasted Time
Það er kannski fjandi lélegt að láta ekki í sér heyrast í næstum mánuð, og koma svo með svona færslu. En nú er ekki hægt að halda kjafti.
Rétt í þessu var ég að ljúka að horfa á hina stórmögnuðu mynd "Helen of Troy". Þar sem ég á ekki von á að nokkur annar heilvita maður eigi eftir að komast í gegnum herlegheitin, þá get ég sagt, að myndin er tótal krapp. Reyndar hafði nett gaman af henni, en mæ god, ertu að grínast með sjónvarpsmyndastílinn. Klassískur. Einhverra hluta vegna datt mér Presturinn vinur minn nokkrum sinnum í hug á meðan myndinni stóð. Einhvern veginn situr það í mér að þetta væri mynd sem hann hefði einhvern tímann fílað. Ætla þó ekki að herma það uppá hann í dag.
Bloddí hell.....Var búinn að skrifa einhvern helling, en ýtti á eitthvað á þessari tölvu dauðans og það hvarf. Eins og það var skemmtilegt. Nenni ekki að skrifa það aftur. Allavega ekki núna.
Verð þó að segja að þetta veður hér er í gríninu. Bloddí 15 stiga hiti í svartaþoku. Er þetta hægt?
Meira síðar.
<< Home