sunnudagur, júní 06, 2004

The boy is back in town

Kominn á klakann. Eftir vægast sagt óskemmtilega ferð heim. Héðan í frá hef ég tekið það til gagngerrar endurskoðunnar að djamma frammundir morgun á ferðadegi. Hefði sannarlega betur látið það ógert í þetta skiptið. Ég var svo seinn niður á Kastrup, að steraspretturinn hjá Ben Johnson um árið var ekkert miðað við sprettinn á mér að ná vélinni. Uss....

Í ofanálag var mér gert að greiða stórar upphæðir vegna yfirvigtar. Það er sumsé ekki að rokka að taka bæði með sér rafmagnsgítarinn og hálft bókasafnið sitt. Þetta er kannski eitthvað sem ég hefði hugsað útí ef ég hefði ekki pakkað þegar ég kom heim af djamminu. Uss, enn og aftur.

Mér var boðið í þessa líka afbragðs matarveislu í gær hjá Sjonna og Beggu. Að vanda var étið rækilega yfir sig. Við Sjonni reyndum svo að jafna okkur á landsleiknum með því að fara í golf, en það var erfitt að segja að spilamennskan hafi verið eitthvað til að monta sig yfir.

Best að koma því að hér, þó að ég sé auðvitað búinn að segja það öllum sem ég þekki, að kallinn skellir sér til Tékklands í næsta mánuði. Jíbbííí. Vika til Tékkó, ekkert að því. Rifja upp gamla tíma. Ég býst fastlega við að margt hafi breyst síðan við vorum þarna, 1991 að mig minnir.

Ætli að ég reyni ekki að koma einhverri reglu á þessa pistla þegar ég kem heim í dalinn. Eins og maðurinn sagði:
"Þetta er spurning um metnað....."