Einn, tveir.....
Þar sem prófin eru að byrja á morgun, og lítið verður að gera næstu vikurnar, þá var auðvitað heillaráð að byrja að blogga. Það held ég nú. Reyndar veðja ég á að eftir 2-3 vikur verði ég kominn með leið á þessu, en við látum reyna á það.
Á morgun er sumsé próf í PDE. Það verður í annað skiptið sem ég hef ánægjuna að fara í þetta próf. Vonum að það verði í síðasta skiptið. Ég skal þó fúslega játa, að undirbúningurinn hefði getað verið betri. Kallinn búinn að liggja í pest í dag. Og í ofanálag hefur verið nóg að gera í öðrum fögum í vetur til að halda manni frá reglulegum lestri í faginu. Ekki þýðir þó að væla, heldur massa þetta og taka stefnuna á 13. Einmitt....
Maður skellti sér í Jónshús síðasta laugardagskveld. Þar var mættur fríður hópur að horfa á Júróvisjón. Ég verð nú að segja að lögin voru all-döpur. Allavega einbeittum við okkur frekar að bjórnum og að vera skemmtileg. Þurfti nú ekki mikið til. Ég segi það enn og aftur: Geirmund í Júróvisjón. Getur bara ekki klikkað. Af hverju neita menn að sjá þetta?
<< Home