þriðjudagur, júní 01, 2004

Best imitation of myself

Hmmpffff.....

Var í munnlegu prófi í Radar-og Radiometer Systems í dag. Óhætt að segja að það gekk ekki eins og ég hefði óskað. Dem. Það er samt alveg magnað hvað ég verð stundum tómur í þessum munnlegu prófum. Spurning hvort að það sé málið, stress, eða það að maður kunni ekki efnið. Kaupi ekki það síðasttalda í þetta skiptið, þar sem efnið þekkti ég vel. Eitthvað til að hugsa um.

Heyrði í Arnbirni stórfélaga mínum í kveld. Ég er búinn að vera að vara vini mína á klakanum við því að ég er að koma heim. Datt það í hug að Bjössi er auðvitað ábyrgur fyrir titli síðunnar.

Þannig var sumsé að mér leiddist í tíma fyrir nokkrum árum, aldrei þessu vant, og þegar Bjössi og Rúna voru hér úti. Þá fannst mér vel tilfundið að fara heim og reyna að fá Bjössa til að kveðast á við mig. Það var auðvitað eins og ákalla andskotann í öðru veldi. Úr urðu margar vísur, verulega misgóðar. En það sem uppúr stóð var útvarpssagan sem við skrifuðum. Sagan um lángbesta dreinginn í dalnum. Það segir örugglega eitthvað sorglega mikið um húmorinn, að ég fæ gjörsamlega tárin í augun (af hlátri) þegar ég les fjandann aftur. En, á móti vita þeir sem þekkja mig að mér vöknar fyrst um augun þegar aulahúmor er annars vegar.

Jæja....Nóg af röfli, ég þarf að fara hitta fólk.