fimmtudagur, maí 20, 2004

Everyday I write the Book...

Forðaði mér í bíó í dag ásamt Begga, Fríðu og Kidda. Sá Troy. Ágætis mynd. Og Akkilles hlýtur að teljast með meiriháttar fýlupúkum, toppmaður þar á ferð.

Nóg að gera framundan. Integrated circuits á mánudag, microwave tecniques á fimmtudag efir viku, radar- and radiometry þann 1.júní og wireless communication þann 3.júní. Allt skriflegt nema radarkúrsinn, en þar þarf að sveifla fram c.a. 40 glærum fyrir próf. Aldeilis ágætt.

Nema hvað, að eftir síðasta próf verður svo haldið heim í dalinn, þar sem unnið verður af hörku í allt sumar. Eða megnið af sumri. Maður hefði þó gjarnan vilja njóta aðeins sumarblíðunnar hér úti. Og auðvitað að halda félögunum að verki hér. Mig grunar að þegar ég verð ekki til staðar að halda fólki að skólabókunum, þá verði sumum lítið úr verki. En, það verður að hafa það...

Jæja, ekki dugir að láta bækurnar bíða lengur.