þriðjudagur, september 14, 2004

Strutter

Þar kom að því. Herbergið mitt orðið tómt aftur, eða svo gott sem. Hrönn og Fernando komu í dag frá Portúgal, og varð ég því að skila mublunum Hrannar aftur. Svei og mórall. Nei, nei, þetta er ekki svo slæmt. Og svona til að bæta líðanina var mér boðið í mat til Ernu, Viggu og Kristínar. Fín íbúð sem þær stúlkur eru komnar í, niðri við Vesterbrogade. Þær voru svo elskulegar að þakka okkur Magga fyrir að hjálpa þeim að flytja. Mér fannst við koma út í plús úr þeim viðskiptum, honestly.

Ég er mjög sáttur að sjá fleiri og fleiri af vinunum detta inná Skype. Hlakka mikið til að púlla bestu Darth Vader röddina þegar ég heyri í Bjössa. Aaaiiiii....

Ég býst fastlega við að ég neyðist til að þramma í Ikea og versla mér nýtt rúm fljótlega. Helst það fljótlega að ég venjist ekki flísinni aftur. Það yrði hið versta mál. Ekki að ég eigi von á því, en spurning hvort að framtaksleysið eða löngunin að geta teygt úr sér ráði ferðinni.

Var að enda við að lesa yfir B.sc verkefnið hjá Bruno. Nokkuð gott hjá kallinum, þó að ég hafi verið nokkuð grimmur með rauða pennann. Þetta er auðvitað Argentínumaður, svo það er ómögulegt að ætlast til að hann skrifi ensku eins og maður. En á móti þá unnu þeir gull í körfu, þannig að maður gefur séns.

Varð hugsað til kennaraumræðunnar hjá Bjössa og Rúnu kvöldið áður en ég flaug út. Ég sé sjálfan mig alls ekki sem kennara, en ég get ekki neitað að ég hafði nett gaman af að fara yfir verkefnið. Spurning hvort að það var kvikindið í manni, eða hvað?

Er í lagi að vera bæði með Ace of spades með Motörhead og Guilty með Barböru Streisand á playlistanum? Mæ god. Og segja frá því? Held að það sé vert að sofa á því...