It's been awhile
Jæja....
Meiri letin við skriftir undanfarið. Kannski að maður geri smá tilraun til að komast í gang, þar sem skólinn er nú byrjaður og maður verður að hafa eitthvað annað að gera en að læra allann daginn. (Einmitt....)
Nú, ég mætti til DK þann 28. ágúst, eftir að hafa eitt tæpri viku í Rvík. Ágætisvika, bara að slappa af og horfa á ólympíuleikana. Var svo í mat hjá Bjössa og Rúnu í Kef ásamt Kidda og Unni kvöldið fyrir brottför. Súperkveld það. Skólinn byrjaði svo í síðustu viku. Líst ágætlega á þessa önn. Rafsegulfræði, Antenna theory og Remote sensing, ágætis bland í poka. Og svona þokkalega samhangandi. Aha, svo fékk ég loksins einkun fyrir sumarkúrsinn minn í Tékklandi. Fékk 10 fyrir það verkefni, sem ég er býsna sáttur við. Svo að þetta mjakast allt í rétta átt.
Ég byrjaði að æfa körfu aftur af krafti þegar ég kom út. Og á tveimur vikum er ég búinn að spila meiri körfubolta en allt síðast ár. Nokkuð gott. Við spiluðum fyrsta æfingaleik í gær, gegn Lyngby, og unnum 71-56. Kallinn setti 21 í gær, sem ég er bara sáttur við. Allt farið á reynslunni, auðvitað.
Brakandi blíða, og 15 dagar síðan ég drakk síðast kók. Magnað.
<< Home