föstudagur, október 01, 2004

Transparent and glasslike

úfff.....Erfið vika.

Bruno og Thomas vörðu B.Sc verkefnin sín fyrir viku. Ég mætti á svæðið ásamt Navid og við fylgdumst með herlegheitunum. Alveg magnað að sitja á ritgerðarvörn svona líka afslappaður. Þó að ég hafi reyndar verið frekar lús á minni eigin vörn. Nema. Þetta gekk ágætlega hjá köppunum, 9 fyrir Thomas og 10 hjá Bruno. Reyndar vorum við allir frekar hissa á einkunninni Thomasar þar sem við vorum búnir að spá 11 eða 13. Hann fékk hinsvegar þá umsögn að hann hefði unnið gott verk, það hefði bara verið fjandi erfitt að lesa það úr ritgerðinni. Súrt.

Nú, kærustur þeirra fóstbræðra, þær Ditte & Ditte, voru búnar að plana mikla veislu þar sem m.a. fjölskylda Bruno kom frá Svíþjóð. Súper partí, en segjum að áfengið hafi ekki verið sparað. Allavega var kallinn slappur frammí miðja skólaviku.

Fékk svo boðskort í brúðkaup Stebba Lísu og Betu. Er kominn á fremsta hlunn með að kaupa far heim, því eins og ég benti Sjonna á í kvöld, þá er ég auðvitað búinn að nöldra í vinum mínum um giftingu svo lengi að það væri súrt að klikka loksins þegar einhver tekur af skarið. Verst að ég gleymdi að spurja Landsbankann hvað þeim fyndist um þetta. Jæja, það kemur í ljós.