Welcome to the machine
Sá Lost in Translation í gær. Ég get bara ekki séð hvað er svona frábært við þessa mynd. Þó að Bill Murray sé í töluverðu uppáhaldi hjá mér fannst mér myndin frekar súr. Einhvern veginn get ég ekki sagt að það hafi komið á óvart.
Við fórum nokkur til Hilmars á þriðjudagskvöldið. Grilluðum og vorum fersk. Ég gæfi mikið fyrir að vita hvað nágrönnum Hilmars fannst um að það væri verið að grilla. Það var ekkert sérstaklega hlýtt, og hávaðarok að auki. Annars var þetta toppkvöld, og ekki orð um það meir.
Maður er ekki búinn að vera alveg jafn harður við lesturinn og planið var. Ætla þó að taka góða törn í kvöld við lestur um radarkerfi,interferometry og polarimetry. Best að taka aðeins í lóðin áður en lesturinn hefst. Svona til að hressa sig við.
Það er loksins orðið líft hér á kollegíinu. Þ.e.,það er loksins byrjað að kynda. Það var gjörsamlega orðið ólíft hér úr kulda. Það lá við að maður svæfi með húfu. Þetta ástand þýddi auðvitað að ekki var maður ferskari við að koma sér frammúr á morgnana. Og mátti nú varla við meiri leti við það. Nú, nema að þeir hafa loksins tímt að skrúfa frá ofnunum, þannig að nú sprettur maður á lappir glaður og hress.
Í kaffinu áðan vorum við Beggi að tala um flugnaveiðar, þannig að mér varð hugsað til þess þegar við Jenni stunduðum flugnaveiðar með startgasi í bílabúðinni forðum. Gúdd tæms. Reyndar var fljótlega tekið fyrir þessa iðju, þar sem startgas er ekki aldeilis lyktarlaust. Þá upphófst tímabil flugnaspaðanna, sem voru ýmist notaðir á flugurnar eða samstarfsmenninna. Það er ekki skrýtið að maður hafi komið sumar eftir sumar að vinna með höbbðingjunum þarna. Annað hælæt er udvida þegar við keyptum töggur fyrir 5000 kall. Það er mér mjög til efs að nokkur maður á verkstæðinu eða búðinni hafi borðað töggur í fleiri á eftir það. Hrein snilld. Minni snilld var þegar nokkrir starfsmenn í búðinni fóru að metast um hver gæti skilið eftir verstu prumpufýluna. Keppnin var hörð, og lúalegasta trikkið var að ganga uppað öðrum starfsmanni sem var að afgreiða, þykjast vera að hjálpa í smá stund,lauma einum á meðan, og forða sér svo og skilja hinn eftir með kúnnanum í fýlunni. Auðvitað getur maður ekkert um það sagt hverjir tóku þátt í svona, en vitanlega var ég ekki einn af þeim. Sumt gerir maður bara ekki. Sem minnir mig þó á: Hver fékk eiginlega lánaða Complete Book of Farting-bókina mína?
<< Home