miðvikudagur, október 20, 2004

Dr.Doom, I presume?

Urrrr.....Svefnleysi dauðans. Hmm, þar er líklega öfugmæli. Jæja...

Meðan ég lá hér andvaka, fór ég að hugsa um athyglisverðustu meisli mín um dagana. Þar er um auðugann garð að gresja, eins og The Evil Nurse myndi alveg örugglega benda á. Í sumum tilfellum voru meiðslin kannski ekki jafn slæm og útlit var fyrir. Sem betur fer. Í engri sérstakri röð:

"Tábrotið."
Var sparkaður niður í innanhúsfótbolta. Hoppaði upp alveg sjóðandi og ætlaði að sparka í fíflið. En þar sem ég er góður ákvað ég í miðri sveiflu að sparka framhjá. Sem þýddi að ég sparkaði í vegginn í staðinn. Fór á slysó í Herlev, beið þar í tvo tíma og fékk að vita eftir myndatöku að ég væri ekki brotinn. Súper, en fjandans táin er aldrei jafngóð. Sparkfastur, strákurinn.

"Handleggsbrotið."
Var á æfingu í amerískum fótbolta, sem bæðevei er nokkuð góð ávísun á að meiða sig, og á miðri æfingu fór að vaxa horn úr miðjum framhandleggnum á mér. Sjúkraþjálfarinn var viss um að ég væri brotinn og stefnan því tekin á slysó í Gentofte. Rúm klukkutíma bið og einn þokkalega hissa sjúkraþjálfari á því að armurinn var ekki brotinn. Bónusstig fyrir að menn voru sammála um að smekklegri bólga hefði ekki sést í háa herrans tíð.

Krossband.
Lítið fyndið við þetta, þar sem fjandans aftara bandið slitnaði. Sem varð til að ég var með marbletti á innanverðri hægri löpp í 4 ár eftir spelkuna. Og hvað mér og fjandans spelkunni var blótað. Maður lifandi, hvað maður var lang,langvinsælasti drengurinn á æfingum. Þetta voru samt value-for-monní-meiðsl, þar sem ég náði að fara tvisvar á slysó í Rvík. útaf þessu, plús fullt af öðru veseni. Tvímælalaust þau meiðsli sem lengst hafa náð.

Brunnin vör.
Körs on jú, Pizza Hut. Afar vandræðalegt að brenna sig á Supreme á Pizza Hut. Í ofanálag höfðu félagar mínir hér í DTU lítinn skilning á meiðslunum. Sem vörðu lengi.

Klemmdur fingur.
Held að þessi taki heim "hvað-varstu-að-hugsa" verðlaunin. Var að fara á vídeóleigu með Sjonna. Hann kominn inn á leigu þegar ég man að ég hafði ekki læst bílnum. Ég hleyp út, opna farþegahurðina með hægri hendi, læsi með með vinstri og skelli með hægri. Með vísifingur hægri handar milli stafs og hurðar. Og hurðin nú læst. Og Sjonni inná leigu. Ég rétt náði að arga á stórskelkaðann krakka að hoppa inn og finna Sjonna. Hann kom skömmu síðar, og leysti mig úr þessari mjög svo vandræðalegu stöðu. Þessi meiðsl hljóta einnig verst-fyrir-minnst verðlaunin, þar sem ég varð næstum fúll yfir að fjandans puttinn var ekki brotinn, svo vont var þetta.

Svo eru auðvitað svona sniðugheit sem ég veit ekkert hvaðan koma, t.d. brakið í öxl, brak í brjóstkassa. Sem er alltaf jafngott partítrikk. Eða þannig. Ef þetta er tekið saman með tánni og hné, þá mætti segja að ef ég væri t.d. bíll, þá væri ég bíll með sál. Annars hefur meiðslatíðnin dalað heldur, 7-9-13 og allt það. Er á meðan er.

Jæja, ég get víst alveg eins farið að læra eins og hanga hér andvaka. Urr og aftur urr. Langur dagur í Antennas frammundan.