þriðjudagur, október 26, 2004

This song has no title

Það hlaut auðvitað að vera að Júnætedmenn væru eins og ruddar í leiknum á Sunnudaginn var. Gjörsamlega óþolandi. Mikið er ég sáttur að hafa ekki séð fjandans leikinn.

Ég hef verið að fara í gegnum gamlann tölvupóst, og það væri synd að segja að það sé allt hundleiðinlegt þar. Það sem stendur vissulega uppúr í ruglinu eru c.a. 17000 póstar milli mín og Bjössa, flestir skrifaðir meðan hann og Rúna bjuggu hér úti. Það er óhætt að segja að á tímabili fór meiri tími í skrif á "útvarpssögu" og ljóðum (þó hér mætti líka beita gæsalöppum), en lærdóm og vinnu. Við erum auðvitað steinhættir svona vitleysu núna, sem þýðir væntanlega að það er meira að gera í vinnu hjá Bjössa, og ég kominn í skemmtilegri fög. Eða eitthvað þvíumlíkt. Þess má geta að nafnið á síðunni er komið úr útvarpssögunni góðu. Sem ég er enn að bræða með mér hvort á heima hér á þessari síðu. Sjáum til.

Kallinn keypti sér hægindastól í Jysk í dag. Á niðursettu verði, að sjálfsögðu. Eina böggið að ég fæ kvikindið ekki fyrr en eftir viku. Djöfuls lúxus að geta lesið annars staðar en uppí rúmi. Þarf að hafa smá fjölbreytni í lestrarpósunum.

Og svo það besta, mér var boðin íbúð til sölu um helgina. Reyndar fín íbúð og á góðum prís og allt. En kommon, hversu bjartsýnn þarf maður að vera til að reyna að selja mér íbúð? Bjartsýnn eða desperat? Spurning. Maður þakkaði bara fyrir sig og sagði kannski seinna.

Ég ætlaði mér eiginlega að láta eina vísu flakka hér, en þær eru fæstar til birtingar. Ljóti leirburðurinn. Hér er þó ein saklaus:

Sit ég hér í súru fagi
hundleiðist þó neglur nagi
vona að þetta verði í lagi
djöfull væri ég til í einn kaldann núna