What to do?
Mér finnst afar leitt hvað fólki virðist almennt ég hafa átt skilið meðferðina í spilamennskunni um daginn. Skil þetta ekki. Þau einu sem hafa einhverja ástæðu til að kvarta undan mínum spilastíl er fólkið sem ég spilaði við Trivial Pursuit fyrir nokkrum jólum. Án þess að fara nokkuð frekar útí þá sálma, þá get ég sagt að mér hefur ekki verið boðið aftur í Trivial síðan. Að öðru leiti er ég afar sanngjarn, en ögn óheppinn. Ekki ekki orð meira um það.
Bush vann, Golden State tapaði og Arsenal gerði jafntefli. Ollaránd dán dagur á þriðjudaginn.
Á morgun mun Charlotte Hasager frá Risoe National Laboratory mæta í tíma í Remote Sensing. Hér fylgir abstractið fyrir áhugasama. (Ræt, anyways.......)
Satellite-based information for wind energy
Wind turbines are constructed both at land and offshore. Satellite-based information can be of use both for land sites and for coastal areas. On land the topography is mapped from radar, e.g. the Shuttle Radar Topography Mission. It is clear that wind turbines are often placed in hilly and mountainous areas. However also in areas with moderate relief, the terrain effect is important for the wind climate. Land cover type information is relevant when estimating the roughness. High roughness reduces the wind potential.
At offshore sites, wind resource estimation can be based on surface ocean wind climate observations from satellite SAR, scatterometer, altimeter and passive microwave. For the first two types wind vector retrieval is possible whereas for the latter two only wind speed. Examples from the North Sea are given. At Horns Rev the world's largest offshore wind farm is in operation since Dec. 2002. High-quality meteorological data from the site have been used for comparison to the satellite estimates. A new wind farm of similar size is in planning phase. One question is how far away this wind farm should be placed downwind from the first wind farm to avoid serious 'wind-theft'. A study on the wake effect (i.e. shadow effect) is done using satellite SAR and compared to state-of-the-art wake modelling.
Back to regular programming. Sem minnir mig á algjöran killer nördahúmor hjá einum prófessornum um daginn. Kappinn spurði spurningar í tíma, sem menn voru alls ekki að skilja, eða í það minnsta ekki á því að svara. Þannig að eftir smá bið segir náunginn að við séum á svipinn eins og "pointers assigned a null value". Ah, stærðfræðihúmorinn, já sei sei.
Hér á Kampsax var þetta huggulega rafmagnsleysi í kvöld. Þegar ég kom heim um fimm-leytið var allt í myrkri, kaupmaðurinn búinn að loka og ég veit ekki hvað. Bögg, ég fékk ekki flögurnar mínar, urrr. Allavega, það kom svosem ekkert sérstaklega á óvart að sambýlingar mínir hér voru að missa sig yfir þessu öllu saman. Svaka gaðeríng á eldhúsinu að tala um hvað þetta væri merkilegt. Einmitt. Ég tók þessu auðvitað með íslenska kúlinu og lagði mig bara meðan þetta gekk yfir. Pís off keik. Þetta minnti mig örlítið á atriðið um árið þegar bankað var á hurðina hjá mér og fyrir utan stóðu 5-6 krakkar af ganginum. Og spyrja mig hvort að mig langi koma með þeim út í snjókast. Nú verður einnar línu þögn í virðingu við hvað ég varð hissa.
Ókei. Ég afþakkaði svo boðið og var ekki boðið aftur. Mér til lítilla sárinda.
Í tilefni nokkurra súper hugmynda sem Bjössi setti um daginn á netið, þá mætti bæta einni á netið. Það er félagsaðild að L.B.A. Eða Lazy Bastards Anonymous (Ísl. Letibykkjufélagið, innsk. bloggara) þegar/ef það verður að veruleika. Þetta stórfenglega félag átti að stofna í september á síðasta ári, en þar sem stofnfélagar standa þokkalega undir nafni frestaðist það. Fyrst um mánuð, svo um ár. Og nú er svo komið, að enginn veit hvenær félagið kemst á koppinn. Æsispennandi. Þess má geta, að tveir af frumkvöðlum L.B.A. hafa bundist fastmælum um að stofna fyrirtækið Framtakssamir Athafnamenn. Spurning hvort að af samstarfi geti orðið við Útúrsúning Ehf.
Kannski að maður píni einum jólabjór niður á morgun.
<< Home