sunnudagur, ágúst 26, 2007

Hvítir hrafnar

Fór í golf í dag. Tókst að villast á leiðinni á völlinn, og tók mig þess vegna næstum 2 tíma að komast á staðinn. Náði þó að prófa kylfurnar sem ég keypti í Kína. Og að finna fljótlegri leið til á völlinn.

Finnlandstúr í þessari viku. Og aftur í næstu viku. Og svo Ísland föstudaginn 7. sept. Ágætt.

þriðjudagur, ágúst 14, 2007

Gó dán in fleims

Hananú....þar kom að því að maður nennti að uppfæra.

Síðan ég skrifaði síðast, þá var mikil samkoma hér í Köben, og ég skrapp í Kína.

Síðustu helgina í Júlí komu hingað Bjössi, Rúna, Kiddi, Unnur, Kristján, Helga Hrönn og Inga Rósa. Á fimmtudagskvöld kíktum við Bjössi, Kiddi, Stjáni, Unnur og Elín í sushi og Sams-bar, þá eitruðu blöndu. Mikið stuð. Fólk var svo að mæta á svæðið á föstudeginum, og það kvöldið smelltum við okkur í mat á Spiseloppen í Kristjaníu. Fólk var almennt sátt við matinn, og svo var stefnan tekin á Amager, þar sem stuðinu voru engin takmörk sett langt frammeftir morgni.

Á laugardeginum var svo tekinn upp þráðurinn, kíkt í drykki hjá Sossu, og svo var eldað. Frábært matur. En spilamennskan um kvöldið fór fyrir ofan garð og neðan.

Allt í allt, alveg frábær helgi. Skil ekki enn að þetta margt fólk hafi náðst saman. Nú er bara að toppa þetta á næsta ári.

Var svo í Beijing í síðustu viku. Fínn túr. Vinnan gekk svona ágætlega, og ég var þarna með fínu liði. Náði að kaupa mér Wii og golfsett. Geri aðrir betur.

En, mæ-ó-mæ, með mengunina þarna. Fyrstu tvo dagana var skyggnið innan við 500 metrar. Og bara útaf "smog". Ójbjakk....Eitthvað þyrfti ég að fá fyrir að búa þarna.

Lag dagsins: Jessie James með Cher.