Is there anybody out there?
"Back by popular demand!"
Naj.....Kannski ekki. En hvað er betra en að blogga þegar maður situr í okkar annars ágætu verksmiðju í Dongguan? Sjálfsagt ýmislegt, en you take what you get.
Hér ætti ég sjálfsagt að koma með langann pistill um hvers vegna ég hætti að blogga og af hverju ég byrjaði aftur (ef það er málið....). Neibb. Enginn slíkur pistill hér. Bloggþurrðin var aðallega vegna Facebook, býst ég við.
Annars settist ég á einn hótel-barinn í gær með tveimur kínverskum kollegum. Barinn heitir Jazz-bar. Sjaldan hefur nafn átt jafn illa við. Þegar ég gekk inn var hús-bandið að spila ásamt einum gestinum. Það er, gesturinn var að syngja með þeim. Ó svít lord. Og að hugsa til þess að 20 metrum frá var karíókí-bar hótelsins. Það eina sem mér datt í hug var að ef að þetta er það sem gengur á hér, hvernig er það þá á þeim barnum?
Það verður samt að segjast að þetta vandist ágætlega. Og svo fór udvida að ég lét mig hafa það að syngja eitt lag. Og spila á gítar. Gúdd tæms.
<< Home