What´s the rush?
Þvílíkt sjokk að rölta niður í miðbæ Köben að kvöldi Þorláksmessu. Okkur var farið að hlakka til að rölta niður á strik og slappa af inná veitingahúsum meðan fólk þeystist um að kaupa síðustu gjafirnar.
Það var hins vegar búið að loka næstum öllum búðum á strikinu. Ótrúlegt! Hvar er jólaæsingurinn hjá Dönunum? Veit alls ekki hvað mér finnst um þetta?
<< Home