Golden Gridiron Boy
Það lítur út fyrir að nóvember verði fínn tónleikamánuður. Elton John í lok mánaðarins. Var að kaupa miða á Ron Sexsmith í litla Vega. Rúsínan í pylsuendanum verður svo Randy Newman þann 16. nóvember í Konunglega leikhúsinu. Eins gott að ná í miða.
Það verður svo enn einn Kína-túrinn í næstu viku. Sem betur fer verður það sá síðasti í bráð. Planið er svo að taka 2 daga í Hong Kong í lok túrsins. Líst ágætlega á það. Ég flaug frá Hong Kong síðast þegar ég var að koma frá Dongguan, og mér líst vel á að skoða þá borg aðeins betur.
<< Home