sunnudagur, júlí 20, 2008

Ferðapunktar.

- Þvílíkur fjöldi fólks á flugvellinum í Helsinki. Hvaða vitleysa er þetta???
- Rússland. Ertu að kynda mig? Gjörsamlega endalaus.
- Ein myndin í fluginu var með K. Reeves og þvílíkur leiksigur. Húrra!
- Flaug með Finnair, og var farið að hálfleiðast eftir helming flugsins.
- Ákvað því að prófa gervihnattasímann í sætinu mínu. Svínvirkaði.
- Sá einhverja heimildamynd um OL og Beijing.
- Þar kom fyrir setningin: "Severly polluted skieds are now rare over Beijing".
- OK, þá segjum við það. Það hefur þá orðið breyting á síðan í júní.
- Trúi því mátulega.
- Er á Sheraton hótelinu hér í Dongguan.
- Besta hótelherbergi sem ég hef verið á hingað til.
- Týndi næstum sjálfum mér á baðherberginu.