These boots are made for walking
Kannski að maður sé virkilega að verða "Oldster".
Byrjaði vikuna á að gleyma poka í leigubílnum sem ég tók í vinnuna. Það var svosem ekki mikill fjárhagslegur skaði, en í pokanum voru ESD-inniskórnir mínir. Þetta varð til að maður var alveg þvílíkt sáttur í upphafi vinnudags. Halelújaogháarjúdúing-sáttur.
Nema, að ég minnist svo á þetta við einn kínverskann kollega minn. Og sá hinn sami gekk í málið. Fékk kvittunina frá túrnum og hringdi svo nokkur símtöl. Og skóna á ég að fá færða á hótelið í morgunsárið í fyrramálið.
Get ekki sagt að ég hafi átt von á þessari lendingu.
<< Home