sunnudagur, maí 04, 2008

Lalalalalalallllaaaa

Vorum á Íslandi um síðustu helgi. Reyndar óttaleg skotferð, en býsna gott að skreppa. Ég fór norður á laugardegi og kom aftur á sunnudeginum. Náði í afmælismáltíð hjá ömmu. Gott mál. Á leiðinni norður var reyndar sjóbylur á heiðinni. Minna gott.

Maður þakkar fyrir sig, og vonandi nær maður að hitta fleiri næst.

Svei mér þá ef sumarið er ekki við að koma í hús hér. Þvílík blíða, og fyrsta grill sumarsins í dag. Afmælisveisla hjá Bruno í gær, og garðveisla hjá Pétri og Snjólaugu í dag. Súper helgi.