þriðjudagur, mars 18, 2008

Who´ll stop the rain?

Ekki að ég sé að væla (mikið), en ó mæ god hvað loftið hér í Beijing er nastí í dag. Ég lýg ekki að mann verkjar í augu og háls.

Sveiattan. Og sem bónus verð ég extra dag í þessu fíneríi.

Borðuðum á Tíbetskum veitingastað í gær. (Segir maður Tíbetskum?) Frábær matur, og ótrúlega fyndin skemmtiatriði. Held reyndar að það hafi nú ekki verið meiningin að þetta væri fyndið, en svona gengur þetta...