Step on my old size nines
Á döfinni: Enn ein ferðin til Finnlands í næstu viku. Líklega þó sú síðasta í bili. (Eitthvað held ég að þessi setning eigi eftir að koma í bakið á mér...) Svo verður vikuferð til Kína fyrir páskana. Sú ferð verður partur af nýja starfinu, og verður þess vegna ágætlega spennandi. Að auki verð ég líklega þarna yfir helgi, Þannig að kannski maður hafi það loksins af að sjá eitthvað annað en verksmiðjuna og markaðina þarna. T.d. þennan múr þeirra. Það væri allt í lagi.
Jú, og tónleikar með Stereophonics í næstu viku. Aldeilis ágætt.
Byrja svo á fullu í nýju deildinni þann 1.apríl.
<< Home