Been 'round and I'm wonderin' why
Við smelltum okkur á tónleika með Stereophonics í gærkvöldi. Ég hafði svosem ekki heyrt mikið með þeim, en þótti þó nokkur lög býsna góð. Upphitunarbandið í gær var sveit sem kallar sig Hero, en mér þótti þeir lítið hetjulegir. Eins og ég sagði við Elínu, þá fannst mér þeir spila lög sem ég hefði getað samið. Og meinti það ekki sem hrós.
Um Stereophonics er ekki annað að segja en að þeir voru aldeilis frábærir. Þvílíkt rokk! Kraftur og góð melódía. Reyndar þekkti ég aðeins eitt lag, en það gerði skemmtunina ekki minni. Það lag var hins vegar hápunkur kvöldsins, frábær sóló útgáfa af Maybe Tomorrow.
Gott mál.
<< Home