sunnudagur, apríl 20, 2008

These Mist-Covered Mountains

Ég sat við tölvuna í dag á meðan ég var að horfa á Arsenal-Reading. Svosem ekki mikið í frásögur færandi, nema að ég sá að Mark Knopfler tónleikarnir áttu að eiga sér stað í kvöld. Ég var auðvitað búinn að reyna að fá miða á þá fyrir löngu, en án árangurs. Einhverra hluta vegna ákvað ég samt að kíkja á billetlugen, svona uppá von og óvon. Og viti menn: Við fengum miða!

Þannig að við fórum á tónleika með kappanum í kvöld. Og hann klikkaði ekki. Góð blanda af nýrra og eldra efni. Nýja efnið hef ég lítið hlustað á, en var mjög fín músík. Eldra efnið var hins vegar alveg frábært að heyra lifandi. Maður fékk nokkrum sinnum gæsahúð. Sérstaklega þegar Telegraph Road hljómaði. Og undir lokin þegar Going Home kvaddi gestina.

Lagalistinn:
Cannibals
Why Aye Man
What It Is
Sailing to philadelphia
True Love Will Never Fade
The Fish And The Bird
Hill Farmer's Blues
Romeo & Juliet
Sultans Of Swing
Marbletown
Postcards From Paraguay
Speedway At Nazareth
Telegraph Road

Aukalög:
Brothers In Arms
Our Shangri-La
So Far Away
Going Home