þriðjudagur, maí 20, 2008

Red Right Hand

Við smelltum okkur á tónleika með Nick Cave í gærkvöldi. Gott rokk. Kallinn spilaði 25 lög. Ætlaði aldrei að hætta.

Maður kvöldsins var þó algjörlega Warren Ellis, fiðlu- og gítarleikari bandsins. Langflottastur.

Mínuspunkt kvöldsins fær upphitunarbandið. Svít lord!!! Nú veit ég hvernig músík hljómar frá einhverjum sem á mikið af gítareffektum og ekkert eyra fyrir melódíu. Sjíííí.....