Borðið þér orma, Frú Norma?
Ah... Vinnuvikan búin. Þetta er búin að vera fín ferð. Reyndar alveg fáránlega heitt úti. En þegar maður er aðeins úti rétt á morgnana og örstutt á kvöldin á leið í og úr vinnu, þá sleppur þetta.
Reyndar ætlaði ég að skella mér í golf í dag, en bæði lenti ég í að taka power-nap þegar ég kom heim (sem varð svo meira power-svefn-í-3-tíma), og svo var ég víst aðeins of seinn að panta tíma. Ég hugsa að ég taki golfskónna með mér næst og spili hér.
Ég verð að segja að maturinn hér hefur verið mun betri en ég þorði að vona. Ég var búinn að heyra þvílíkar sögur, en þetta er búið að vera fínt. Við fórum út að borða í gærkvöldi á einhvern þvílíkt fínan stað. Þessa kvölds var helst eftirminnilegt fyrir að maður fékk marineraða marglyttu og djúpsteikta orma. Jú, og svitalyktinni af einni þjónuststúlkunni. Dómurinn: Marglyttan: Nja...Ekkert spes. Ormarnir: Fínir, ágætis snakk. Svitalyktin: Oj....
Einn kollegi minn frá Beijing hafði á orði að þetta svæði væri þekkt fyrir að hér væri allt étið. Allt, spurði ég. Hann hugsaði sig um í smá stund og svaraði svo alvarlega að nei, þeir borðuðu ekki menn.
Okei, then...
<< Home