miðvikudagur, maí 31, 2006

It's amazing

Nú er það loksins komið á tært: Ég er búinn að missa glóruna.

Algjörlega uppúr þurru rauk ég í sund í dag. Til að synda, en ekki liggja í pottunum.

Gú-gú!!!

Held að heilbrigða loftið sé eitthvað að fara furðulega með mig. Ég hef ekki synt meira heldur en úr einu sæti í heitum potti og í annað síðan ég var í skólasundi. Undarlegt uppátæki. Þetta var reyndar ágætt, að fráskyldri klórfýlunni af manni.

Ég held samt að þetta verði ekki hversdagsviðburður hjá mér.

sunnudagur, maí 28, 2006

Átta atkvæði

Kominn heim.

Lenti í Keflavík stuttu eftir miðnætti aðfaranótt föstudags. Rúllaði til Sjonna og Beggu og fékk gistingu þar. Að gömlum sið var tekið úr nokkrum bjórum, en þó allt mjög rólegt.

Annars rúllaði ég norður á Krók í gær með Bjössa og Kidda. Kiddi var að spila á Barnum með sínu fjallabandi, Spútnik. Alveg eðal-ferð með drengjunum, mikið hlegið. Og örlítið dissað. Þegar við komum norður var svo auðvitað tekið aðeins í hljóðfæri í Laugatúninu. Það var svosem ágætt þar til við mistum bassaleikarann og við Bjössi þurftum að taka yfir bassann.

Í Laugatúninu er hinsvegar komin upp misterían um XD-töflurnar. Hvert fóru þær? Og hvar enduðu þær? Hverjir hafa svörin? Hver er sekur? Spennan í algleymingi.

Kosningasjónvarp á fullu.

mánudagur, maí 22, 2006

Take me out, tonight.

Haha...

Haldiði að ég hafi ekki fundið næstum 40 háskólakörfuboltaleiki á netinu. Frí-off-tjards. Algjör snilld. Og ég því búinn að vera meiriháttar skemmtilegur hér heima í kvöld. Aaaiiii...

Kem á Klakann um miðnætti á fimmtudagskvöld. Frábær tími til að ferðast. Verð annars heima í rúma viku. Býsna gott. En þetta verður víst sumarfríið. Svo tekur púlið við þegar maður kemur aftur. Well, "púlið" er kannski fullgróft. En það verður nóg að gera.

Að öðru. Hvernig í fjáranum tekst nokkrum manni að lykta eins og lamba-kótiletta? Mar spur. Sá ágæti maður sem sat fyrir aftan mig í strætó í dag var svona magnaður.

Lag dagsins: Svaraðu með Herbert Guðmunds. Átakanlegt lag.

sunnudagur, maí 21, 2006

Maybe it was May

Leit útum gluggann í stofunni núna. Sá pulsusalann á horninu vera að keyra vagninn heim. Alltaf jafn fyndið að sjá mann draga á eftir sér pulsuvagn. Og enn fyndnara að sjá það útum stofugluggann.

Hér er play-listinn sem fylgdi mér í DE:

Cake: Wheels
Green Day: Boulewards of broken dreams
Deep Purple : Keep on moving
Steely Dan: Kid Charlemagne
William Shatner : That's me trying
3 doors down: When I'm gone
Tim Christensen: Whispering at the top of my lungs
Stone temple pilots: Interstate love songs
Staind: It's been awhile
Start: Sekur

Það held ég nú...

miðvikudagur, maí 17, 2006

Guten Tag, wie geht es?

Snitzel, gúllas, spargel og bier. Fína mataræðið á manni hér í Germaníu. Kúrsinn búinn að vera fínn og hótelið gott, en sjitt hvað það verður gott að komast heim.

Hitti Ingvar í Köln á sunnudaginn. Tókum smá rúnt um Þýskaland. Alveg hreint ágætt.

Arsenal-Barcelona í kveld. Enginn spenningur þar, seisei nei.

þriðjudagur, maí 09, 2006

Vott er you zinking about?

Ég lýg því ekki að kennarinn á þessu námskeið sem ég er á núna, er ákkúrat með svona hreim. Gúdd tæms.

Annars er blíðuveður hér í Bochum. Ekki að það nýtist í gluggalausu herbergi yfir daginn, en þá má fórna sér út fyrir á kvöldin. Myndi hata að komast í golf um helgina.

Bon Jovi tónleikar í Dusseldorf á laugardag. Veit ekki...

sunnudagur, maí 07, 2006

Wont you help me sing...

Allt vitlaust í Köben í kvöld. FCK vann fótboltann og ekki laust við að sumir aðdáendurnir séu að fá sér einn, tvo...

Við kíktum smá göngutúr um hverfið fyrir matinn og fengum okkur ís. Alltaf ágætt. Svo var alveg meiriháttar að hlusta á kaupmanninn við hliðina á ísbúðinni lýsa fyrir okkur hvernig aldrei væri hægt að fá almennilegann ís hér á vesturlöndum. Í Damaskus, þar væri sko hægt að fá alvöru heimagerðann ís. Nú hef ég alla tíð verið mikið fyrir ís, en ég held að túr til Sýrlands sé fullmikið fyrir mig.

Arsenal vann glæstan sigur í síðasta leiknum á Highbury. Mjög sáttur við það. Ekki verra að þeir náðu fjórða sætinu í deildinni. Reyndar býst maður fastlega við að Arsenal verði kennt um matareitrunin hjá Tottenham.

miðvikudagur, maí 03, 2006

In a cd kareoke bar

Sannarlega ágætis vordagur í Kaupmannahöfn í dag. 16 stiga hiti og sól. Maður kíkti líka í smá körfubolta eftir vinnu. Með áherslu á smá. Auðvitað ekkert að keyra sig út...

Annars mætti svo þessi ágætis maður í Nokia í dag og var með fyrirlestur. Þegar menn byrja útskýringarnar á fermions og boson og quantum mechanics, þá er óhætt að segja að efnið sé ofar mínum skilningi. Reyndar held ég að fæstir hafi haft fullan skilning á efninu, en það má segja að maðurinn var býsna skemmtilegur. Það var í það minnsta hægt að glotta útí annað að honum. Ég vil endilega benda áhugasömum á nokkrar greinarnar sem finna má á síðunni hans. Stórgott á náttborðið.

Lag dagsins: Wheels með Cake.