sunnudagur, janúar 30, 2005

Islands in the streams

Ég er að segja það að golf er sportið.

...and our jeans are torn

Ég datt inná eitt netprófið, og það varð mér ekki til mikillar gleði.

Ekki að maður taki þetta sérstaklega alvarlega, en, hei, maður getur alltaf fundið eitthvað til að væla yfir...

Allavega, þá tók ég eitthvert próf hjá Guaridan sem heitir Systemizing Quotient.

Alltílagi, en man....Var ekki óþarfi að segja að maður væri læf útgáfan af Döstin Hoffman í Reinman? Algjör óþarfi.

I don't wanna see...

Hellboy reddaði kveldinu. Alvöru mynd. Þó að ég myndi ekki mæla með henni fyrir alla.

Eníveis, ég datt í það að taka eitthvað próf á netinu, og ein setninging fannst mér öldungis ágæt:

I am at my best first thing in the morning: strongly agree, slightly agree o.s.fr...

Ahahahaha.....Góður, æi, látum þetta bara eiga sig.

laugardagur, janúar 29, 2005

Fool me once.....uhhhh.......

Mikið DVD-kast í gangi núna. Fór á Blokkböster og fékk mér þrjár myndir. Þar sem The Prince and Me var ekki inni, tók ég The Punisher, Farenheit 9/11 og Hellboy. Er búinn með fyrstu tvær, en svo er Hellboy næst á dagskrá.

Pöniser var heldur slök. Sem við var að búast. Ég var samt að vonast til að hún næði svona Starship Troopers húmor, en því var ekki að fagna. Hins vegar fær myndin ótvírætt plús fyrir að vera með Rebecca Romijn-Stamos í einu hlutverkanna. Einkar hugguleg kona. Þess má svo geta að Dolph Lundgren lék í samnefndri stórmynd sem kom út 1989. Damn, sú var enn verri. Jæja...

Farenheit kom ekki mikið á óvart, enda búinn að lesa töluvert mikið eftir Moore. Gerði mig nú samt svo pirraðann útí forseta-fíflið að ég ákvað að fá mér einn kaldann til að komast í góða skapið aftur. Urrr.

föstudagur, janúar 28, 2005

Declare the Pennies on your Eyes

Mikið er ég sammála.

Ég ákvað að kíkja á þáttin Handboltakvöld á Rúv-vefnum, maður var farinn að halda að frjálsíþróttaliðið hefði verið með handboltalandsliðið í æfingabúðum í afsökunum. "Það er svo kalt í höllinni..."

Hey, það getur vel verið að það sé kalt í hjallanum, en andskotinn sjálfur, bæði lið þurfa að spila í kuldanum, og í þessu tilviki var hitt liðið frá Kúvæt. Ekki von að þessi grei vinni aldrei neitt með þessu attitjúdi. Minnir mig á liðið í körfunni sem vælir yfir því að það hitti ekkert útaf því að boltinn sé svo gamall og lélegur.

I feel very strongly about this.

Still Got the Blues

Ég segi það og stend við það, Boston Sports Guy er eitthvert skemmtilegasta lesefnið á vefnum.

fimmtudagur, janúar 27, 2005

The Grass ain't always Green

Búið að vera ansi rólegt yfir manni síðustu daga. Ég hafði mig þó í skólann í dag, undir því yfirskini að koma lokaverkefni á koppinn.

Talaði við þrjá kappa. Tveir voru með nokkuð ferskar hugmyndir, en sá þriðji vildi að ég sendi sér tölvupóst með lista yfir áfangana sem ég hef tekið og hvaða einkunnir ég fékk í þeim. Ásamt því hverju ég hef áhuga á. Ég held varla að hann verði óður og uppvægur til að finna verkefni fyrir mig þegar hann sér einkunnirnar...

Allavega, þá líst mér fjandi vel á bæði verkefnin sem hinir prófessorarnir stungu uppá, og ég býst sumsé við að byrja á að taka 10 punkta forverkefni. Þannig að ef það er súperleiðinlegt, þá get ég alltaf svissað yfir og tekið hitt lokaverkefnið. Það held ég nú.

Byrjaði á Digital Fortress eftir Dan Brown í gær. Kæmi mér ekkert svakalega á óvart að hún klárist í næstu törn. Líklega eins gott að drífa það af áður en ég þarf að byrja að gera eitthvað af viti aftur.

miðvikudagur, janúar 26, 2005

Comfortably Numb

playboy
You are a Playboy. You perv.


What kind of Sixties Person are you?
brought to you by Quizilla

Nja...Ég held ekki.

þriðjudagur, janúar 25, 2005

I'm happy cleaning windows

Helgin búin að vera ágæt.

Pabbi mætti á svæðið á föstudaginn. Við mættum í partí hjá Ernu það kvöldið, og gerðum að sjálfsögðu mikla lukku. Á laugardaginn hittum við svo Bjössa í bænum yfir smá fótbolta, áður en við stefndum á tónleika með Elvis. Sá kom þokkalega sterkur inn. Mun sterkari en ég hafði þorað að vona. Þvílíkt rokk. Síðar um kveldið hittum við DTU-gengið í bænum, en ég held að ég hafi sjaldan séð fólkið þynnra. Djöfullegt að missa af því að liðinu hafi verið fleygt út af Moose kvöldið áður. Ó, jæja...

Ég hef löngum kvartað yfir því hversu fáar stúlkur sjá sér fært að læra rafmagnsverkfræðina sem ég er að læra. Það er reyndar diss sem á rétt á sér. Hins vegar er ekki gott til frásagnar að þegar loksins mætir stelpa í tíma, þá tekst mér, algjörlega óviljandi, að slá hana þegar ég er að sveifla af mér bakpokanum. Urrr....Ég tek þó algjörlega fyrir það sem sumir hafa viljað meina að þetta hafi verið prímitív hössltækni. Ólíkt sumum hér á svæðinu er maður lítt gefinn fyrir spænsku dömurnar.

Ég ætla alvarlega að fara að veita munnhörpunni meiri athygli. Stórfenglegt hljófæri.

föstudagur, janúar 21, 2005

The sun never sets for souls on the run

Fari númerísk heildun í Matlab í fúlan pytt.

Nema auðvitað að mér takist að fá þetta til að virka fyrir hádegi. Þá er þetta meiriháttar.

miðvikudagur, janúar 19, 2005

Is this the world we created?

Kíkti á þriðjudagsbarinn áðan. Óttalega rólegt, eins og gefur að skilja. Maður er á síðustu metrunum í geðsýkinni, þannig að það þýðir engin óregla. Það var samt ágætt að finna fyrir reikmettuðu loftinu. Þriðjudagarnir eru bara ekki samir án þess.

Orðið á götunni er að Húsgagnaflutninga Hilmar og Gunna séu hugsanlega að verða að stórfyrirtæki. Sagt er að verið sé að þróa nýja flutningatækni, þar sem hraðinn er lykilatriðið. Iðnarmenn í Danaveldi eru sagðir áhyggjufullir yfir áformunum.

Stjórnarformaðurinn vildi engu svara spurningum um rúm sem flaug af í flutningum. Sagði málið á miskilningi byggt, og að fyrirtækið hafi ekki verið að flytja hjólbörur.

Lag dagsins er I don't Care Anymore með Phil Collins.

mánudagur, janúar 17, 2005

Better be home soon

Ætli Baltasar Kormákur sé farinn að sendast með pizzur í Köben? Líklega ekki, en allavega tvífari hans.

Hvenær á eiginlega að gefa lokatónleika Crowded House út á DVD?

föstudagur, janúar 14, 2005

If they knock on your door, you already gave

Þetta var auðvitað málið!

Eitt glas af rauðvíni til að vega á móti 17 kaffibollum frá hádegi, og vandamálið leystist í hvelli. Það var lagið.

Alveg klassískt að horfa eins og þurs á skjáinn í 12 tíma og ekkert gengur, svo allt í einu sér maður vitlausa breytu einhvers staðar í kóðanum. Eða mínus þar sem plús á að vera. Nóg til að gera mann gráhærðann. (Insert own joke here.....)

Einn af kennurunum okkar er þessi höfðingi. Ágætis náungi, en ertu að grínast með skeggið?

Í gær var mér boðið að taka við þjálfuninni á körfuboltaliðinu hér í skólanum. Það fyrsta sem ég hefði líklega gert er að henda einum eða tveimur úr liðinu. En að því frátöldu, þá varð mér hugsað til þess að ég er búinn að vera að rífast yfir sömu hlutum í þrjú ár við suma strákana þarna, og afhverju í ósköpunum ættu þeir að hlusta frekar á mig sem þjálfara? Hreinlega ekki geðheilsunnar virði.

Þessi er svo alltaf sterkur.

Yakety Yak

Modelling of Pyramidal Standard Gain Horn with quadradic phase approximation of aperture field. Plot co-and cross-,theta- and phi components of directivty.

Þetta er ekki að rokka. Byrjaði reyndar ágætlega í morgun, en innan tíðar var allt komið í bakk, og um sexleytið var ég í verri málum en í gær. Gott dagsverk það. Meiriháttar stemming líka að vera að leggja á mann fjandans Fresnel-integrala og þess háttar. Halda þessir kennarar að maður sé einhver stærðfræðingur? Mar spur.

Er að spá í að fá mér glas af rauðvíni og athuga hvort að það verði ekki til að rúlla upp verkinu.

Lag dagsins er tvímælalaust Flight of Icarus með ensku gæðagrúppunni Iron Maiden.

fimmtudagur, janúar 13, 2005

Let the sunshine in

Ég kannast alls ekki við að vera uppstökkur þessa dagana.

mánudagur, janúar 10, 2005

Don't let the moment pass until another day

Mögnuð helgi. Byrjaði á að sofa af mér julefrokostinn á ganginum á kollegíinu. Það er auðvitað stórafrek, sérstaklega miðað við hvernig aðkoman var morguninn eftir.

Smellti mér í skólann snemma dags á laugardegi og lærði frammyfir hádegi. Fór svo í bæinn og fékk mér shusi með Begga. Svo var stefnan tekin í innflutningspartí hjá Gunna Litla. Gott partí, og ekki orð um það meir.

Á laugardaginn var vitlaust veður. Eða þannig. Ekkert sérstaklega gott veður svosem, en að allar almenningssamgöngur hafi legið niðri er þvílík hneysa. Þetta varð til að við urðum að notast við leigubíla til að komast milli staða. Þvílíkir spaðar.

Mottó dagsins er "Allt er gott í hófi."

miðvikudagur, janúar 05, 2005

Child in Time

Jæja...

þá er maður kominn aftur í harkið. Ef það er 'fer' nafn.

Ég er allavega núna í 3 vikna fagi sem heiti því góða nafni "Antenna Measurements in Anechoic Chamber." Það góða við þetta fag, er að þetta liggur gjörsamlega inná mínu áhugasviði, loftnetum og bylgjuútbreiðslu. Það sem maður getur sagt að sé slæmt við þetta fag, er að þetta lítur út fyrir að verða fantavinna, og alls ekki auðvelt.

Á móti getur maður sagt, að þetta væri ekkert gaman ef þetta væri auðvelt.

Annars var ágætt að hitta 'the usual suspects', hér á svæðinu í dag og gær. Sérstaklega ánægulegt að kíkja aðeins á þriðjudagsbarinn í kveld með Steinunni og Ernu. Lífið að falla í sinn vanagang?

Heyrði í mömmu í kveld. Þvílík óveðurssaga, að mér varð um og ó, þrátt fyrir að ég væri vart vaknaður þegar ég talaði við hana. Sagan varð kannski til að ég vaknaði og kíkti á stúlkurnar á barnum....

Júlefrokost eldhúsins á föstudagskveld, og innflutningsteiti Litla Mannsins á laugardag. Sem að mér hefur reyndar ekki verið boðið í formlega. Við vorum þó komin á það í kvöld að tilkynna mætingu okkar í partíið. Þá verður allavega góðmennt.

Nóg að gera.

'In America, you get food to eat
Won't have to run through the jungle and scuff up your feet
You'll just sing about Jesus and drink wine all day
It's great to be an American.'

Ef einhver annar en Óli Arnar getur sagt mér um hvað er sungið, þá býð ég öl.

Ég minni á að Cake er í Vega þann 7/2 2005.

sunnudagur, janúar 02, 2005

1st and 10

Aaaaa.....Kominn á Kampsax.

Ég fékk far með Hrönn og pabba hennar til Keflavíkur í morgun, og var það alveg ágætt. Við komuna þangað kannaði ég hvort að ég gæti flogið út kl.14:10 í stað 17:10. Það gekk sem betur fer eftir, þar sem seinni vélin fer fyrst í loftið um tvöleytið í nótt. Meiriháttar stemming það.

Annars er maður í því að koma sér fyrir aftur. Taka uppúr töskum og þessháttar. Ávallt í miklu uppáhaldi hér.



Gleðilegt ár!

Súper jólafríi að ljúka. Stefni suður eldsnemma í fyrramálið, og flug út klukkan fimm. Vona að veðrið verði til friðs. Það er ekki hægt að segja að það hafi verið það hér yfir hátíðarnar. Þó ekkert til að kvarta hátt yfir.

Ég er latur eftir mikið át og mikla afslöppun. Vonandi að dugnaðurinn snúi fljótt aftur.