þriðjudagur, október 31, 2006

I hate sports

Jæja, já. Þarmeð er það klárt. Chelsea er búið að yfirtaka efstasætið sem mest hataða fótboltaliðið í minni bók. Þvílíkir leiðindapésar. Og ég veit ekki hvaða orð ég á að hafa um þjálfarann. Best að segja þess vegna ekkert.

I feel very strongly about this.

sunnudagur, október 29, 2006

Without your pretty pink ribbon...

Aldeilis ágætishelgi að verða búin.

Eftir föstudag í vinnunni kíktum við nokkrir saman í fredags-öl. Fínt að berja mannskapinn saman yfir öl. Og auðvitað að stríða Bruno utan vinnutíma.

Í gær komu svo Snjólaug og Peter með strákana sína í mat. Íslenskt lambalæri í matinn og svo súkkulaðikaka í eftirrétt. Súper, og allir átu á sig gat.



Elín og Niels að baka.



Annars er nú búið að endurvekja átakið "Tannstöngull 200x". Síðast þegar þetta átak var í gangi, mistókst það reyndar stórfenglega, og í staðinn fyrir að verða eins og tannstöngull eftir átakið minnir mig að ég hafi bætt þokkalega á mig. Nú er stefnan að hafa annað uppá teningnum. Og það virkar auðvitað verulega hvetjandi að hugsa til þess að menn séu farnir að æfa fyrir jólamót Molduxanna. Líst vel á það.

Grip dagsins: Gmoll.

laugardagur, október 21, 2006

Bark at the moon

Sit hér og horfi á VH1. Top 50 80's Rock Anthems er þemað. Síðustu tvö lög voru I love rock 'n roll með Joan Jett and the Blackhearts og Should I stay or should I go með The Clash. Lög sem ég fíla ágætlega. Hinsvegar eru lögin sem ég hef séð síðasta tímann skorað gríðarhátt á unintentional-comedy-skalanum. Hljómsveitir eins og Winger, W.A.S.P., Reo Speedwagon og Journey. Og vídeó frá níunda áratugnum? Sjíssss...Gúdd tæms.

miðvikudagur, október 18, 2006

...en Ásgeir sagði að

Alóha...

Abbragðs helgi að baki. Fullt af gestum, og góð stemming. Maður mætti í beint í stuðið á menningarnótt. Gríðlega vel heppnuð sýning hjá Sossu og kó. Maður þekkti þar fullt af fólki, og auðvitað meira enn meira af fólki sem maður hefur aldrei séð. Maður ræddi þar um fótbolta og aðrar íþróttir við mæta menn. Eggsellentt. Einnig verður að segjast að Gunni Þórðar klikkaði ekki mikið á músíkinni þarna. Alveg hreint ágætt. Við héldum svo hefðina með að enda á Sams bar seinna um kveldið. Minna súper, en ágætis skemmtun.

Hvað er með það að Meat Loaf sé að gefa út Bat out of hell III? Ég fílaði ásinn bærilega, en er þetta ekki orðið gott?

Hvað er annars málið með bloggletina þessa dagana?

þriðjudagur, október 10, 2006

I bombed Korea every night

Cake er hljómsveit sem ég hef miklar mætur á. Piltarnir hafa líka skoðanir á hlutunum. Ég get aldeilis mælt með þessari síðu þeirra:

http://www.cakemusic.com/news.html

Þar á meðal má finna þennan hlekk:

http://www.rollingstone.com/news/story/10432334/was_the_2004_election_stolen

Ég veit ekki alveg hvað mér á að finnast um þetta.

Bæ ðe vei: Meiriháttar stemming að vera að fara til Suður-Kóreu á næsta ári. Jafnvel oftar en einusinni. Fabjúlus.

föstudagur, október 06, 2006

Cause I'm happy to be sad...

Vinnufélagarnir kíktu í bjór eftir vinnu í dag. Aldeilis ágætt að fá sér einn kaldann og drulla yfir hinar deildirnar. Uh-hu...

Ég gékk svo heim, og var minntur á það að það er landsleikur hér í DK á morgun. Ég hef ekki séð bæinn jafnfullann af hressum fótboltaáhugamönnum. Norður-Írar eru að spila hér á morgun, og það var vart þverfótað fyrir þeim hér í dag. Það góða að það vantaði ekkert uppá hressleikann og almennilegheitin. Strax í áttina, og vonandi að það haldi í nótt og á morgun.

þriðjudagur, október 03, 2006

Honk! Honk!

Bara örstutt:

Til lukku með mastersverkefnið Elín!