laugardagur, september 27, 2008

Just give me that beat

Hong Kong: Nice.

Og maður lifandi, fjandi fengum við góða steik á Ruth´s Chris Steak house. Úfff.... Enn að jafna mig.

Annars tók ég saman tímana sem við unnum síðan á föstudaginn, og það verður ekki rætt aftur. Eins gott að maður fær vel borgað fyrir yfirvinnu.... Úbbssss, mín mistök.

Hlakka til að koma heim. Frí eftir hálfan mánuð! Jibbí.

föstudagur, september 19, 2008

I am sailing

Tuttugu-og-þriggja tíma ferð frá Köben til Munchen til Hong Kong til Dongguan að baki. Frábært alveg hreint að sitja í flugvélinni í Munchen í 2 tíma að bíða eftir að eitthvað væri lagað í rellunni. Náði reyndar að vinna vel á bókinni sem ég var með, annars hefði líklega verið farið látið á sjá á langlundargeðinu.

Magnað að maður nennir varla orðið að blogga nema í ferðalögunum.

sunnudagur, september 07, 2008

Golden Gridiron Boy

Það lítur út fyrir að nóvember verði fínn tónleikamánuður. Elton John í lok mánaðarins. Var að kaupa miða á Ron Sexsmith í litla Vega. Rúsínan í pylsuendanum verður svo Randy Newman þann 16. nóvember í Konunglega leikhúsinu. Eins gott að ná í miða.

Það verður svo enn einn Kína-túrinn í næstu viku. Sem betur fer verður það sá síðasti í bráð. Planið er svo að taka 2 daga í Hong Kong í lok túrsins. Líst ágætlega á það. Ég flaug frá Hong Kong síðast þegar ég var að koma frá Dongguan, og mér líst vel á að skoða þá borg aðeins betur.