miðvikudagur, nóvember 30, 2005

The circus left town

"Life is not measured by the number of breaths we take, it's measured by the moments that take our breath away."

Ó, plís! Þessi fer þokkalega í "bucketful-of-vomit"-deildina.

þriðjudagur, nóvember 29, 2005

Daniel-San!

Amen!

Nu skal man jo ikke kaste øl når man selv bor på et værtshus

Hvar nema í DK fengi maður svona komment?

You're twice as cold as Greenland

Ég kíkti niður í bæ á laugardaginn var. Það er töluvert öðruvísi stemming yfir manni fyrir þessi jól en önnur síðustu jól hér úti. Það kemur auðvitað mest til af því að vera ekki í verkefna-og prófstressi. Alveg ágætt að kíkja í bæinn. Nema að mannfjöldinn var þvílíkur að ég hef aldrei séð annað eins. Frá Tívolí, niður Strikið og alveg niður Nyhavn var vart þverfótað fyrir fólki. Ef ég hefði verið að gera eitthvað þarna annað en að hangsa, þá hugsa ég að þetta hefði getað verið pirrandi.

Annars hafði ég það af að horfa á fyrstu 60 mínúturnar af Arsenal-Blackburn. Ágætisleikur og Arsenal leiddi 2-0 þegar ég fór. Mikið var ég búinn að gleyma því hvað Robbie Savage á ekki heima á fótboltavelli. Þvílíkt þvaghænsni.

Ég keypti mér einnig tvær bækur. Önnur var Scar Tissue, sem er ævisaga söngvara Red Hot Chili Peppers. Ég las þá bók á sunnudaginn, og ég verð að segja að ef helmingurinn er ekki lygi, þá er magnað að maðurinn sé á lífi. Þvílíkt líferni. Lýsingar sem nálgast lýsingar á Keith Richards er hann var uppá sitt besta.

Hin bókin sem ég keypti, og er nýbyrjaður á, er A Short History of Nearly Everything. Ég fékk þessa bók fyrst lánaða hjá Óla Arnari einhver jólin, en náði ekki að klára hana. Held að þetta geti verið skemmtileg lesning. Þrátt fyrir að vísindatýpurnar segi að nóg sé af vitleysum og misskilningi í bókinni.

Svo verslaði ég mér nýtt dagatal fyrir árið 2006. Ég er strax farinn að hlakka til að nota það.

Ég fékk þetta fína bréf frá ráðningarskrifstofu heima, þar sem mér var tilkynnt að freastað hefði verið að ráða í starfið sem ég sótti um, og það yrði auglýst aftur. Jæja, já...Það er eins og það er.

Ég er búinn að vera að finna allnokkur spennandi störf í Englandi. Er eitthvað vit í að fara þangað að vinna?

Lag dagsins er Cold as Stone með A-ha, norsku gæðagrúppunni. Sjaldan hefur nokkurt lag átt betur við.

laugardagur, nóvember 26, 2005

her face at first just ghostly

Pat Morita látinn. Blessaður kallinn. Ekki mundi ég eftir því að kallinn hafi verið tilnefndur til Óskars fyrir Karate Kid. Töluvert afrek verð ég að segja. Með þvílíkar línur sem "vaggs on, vaggs off".

Í einni atvinnuumsókn sem ég var að skoða var óskað eftir fólki með eftirfarandi hæfileika: "Taking projects from cradle to grave." Er það bara ég, eða finnst fólki ekki eitthvað að því að orða þetta svona?

Það fyrsta sem mér datt í hug við að lesa þessa frétt, var að rapparinn er auðvitað fáviti. Hins vegar hittir hann kannski naglann býsna vel á höfuðið við að segja að þeir séu um margt líkir. Annað mál, getur verið að fólki sé bannað að kjósa í kanalandi ef það er á afbrotaskrá? Maður spyr.

Mér var boðið í þessa líka fínu þakkargjörðarveislu á fimmtudaginn. Takk fyrir mig. Kalkúnn og stöffing og alles. Virkilega góð veisla. Ég var þó takmarkað þakklátur fyrir heilsuna sem fylgdi í gær. Ég get þó huggað mig við að ég hafði það líklega töluvert betur en sumir aðrir veislugestir. Ég var í það minnsta ekki að fljúga milli landa í gær. Ég hefði auðvitað getað sagt stúlkunum að drykkjuleikir kvöldið fyrir flug er eitthvað sem ber að forðast. Ekki að ég hafi prófað það sjálfur. Meira svona kommon sens.

Meiriháttar að skrá sig á atvinnuleysisbætur og fá svo reikning frá kassanum uppá 19000 kall. Fabjúlús.

fimmtudagur, nóvember 24, 2005

A boy named sue

Ég hlakka nokkuð til að sjá þessa mynd. Ég verð samt að viðurkenna, að þrátt fyrir að hann hafi fengið góða dóma, þá sé ég ekki alveg Joaquin Phoenix fyrir mér sem Johnny Cash.

miðvikudagur, nóvember 23, 2005

rain comes down to give this dirty town

Hvaða sauðnauti datt í hug að kalla Pete Doherty ofurrokkara? Ofurrokkari? Really? Hvernig væri að kalla hann nó-gúdd-hæfileikalausan-fíkil? Er ekki lágmarkið með þessa rokkara sem eru forfallnir dóparar að þeir hafi í það minnsta sefil af hæfileikum? Er hægt að hafa fleiri spurningamerki í einni málsgrein?

Annars er ég að spá í að taka upp dv-stílinn og að taka titilinn stjörnuverkfræðingur. Samanber stjörnulögfræðingur o.þ.h...ó nevermænd.

Lagið á heilanum er Octopussy's Garden. Myndi það lag gangu upp með einhverjum nema Hringnum?

Stickshifts and safetybelts, bucketseats all got to go

Maður lifandi! Það er langt síðan að ég var staddur á DTU-svæðinu án þess að mæta á þriðjudagsbarinn. Og það algjörlega án afsökunar. Heimur versnandi fer.

Thanksgiving á morgun. Sem þýðir auðvitað 2 beina leiki úr ameríska fótboltanum. Eða var það á morgun sem ég laug sjálfan mig í að elda? Hvernig var þetta?

Í dag bíður mín það skemmtilega verkefni að rifja aðeins betur upp hlutheildun og heildun ræðra falla.

þriðjudagur, nóvember 22, 2005

These little black clouds keep walking around

Hálfgerð deyfð yfir manni þessa dagana. Brá því á það ráð að kíkja í bíó í dag á Harry Potter. Fín mynd.

Atvinnuleitin heldur áfram...

Lag dagsins er Deacon Blues með Steely Dan.

föstudagur, nóvember 18, 2005

I´m tellin'm

Ég horfði á New Jack City í kvöld.
Og myndin virkar þokkalega enn, þrátt fyrir að vera frá 1991. Magnaðir leikarar, Snipes á toppnum, Ice-T með strítkredið og Chris Rock alveg magnaður. Meira segja Judd Nelson kemur sterkur inn. Magnað.

Besta myndin sem ég tók á Blockbuster í gær. Bæ far...

Ágætis referens í myndinni um Kennedy-ana. Gott diss á hvíta manninn í ameríku.

fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Over the Mountain

Ég þakka pent fyrir afmæliskveðjurnar. Eins og segir í laginu: "Shorter of breath, and one day closer to death". Það held ég nú.

Nú er atvinnuleytin komin á fullt. Allar síður þrælkembdar eftir störfum sem passa og gefa grimmt af sér. Vonandi að eitthvað fari að gerast í þessum málum.

Íslandsferðin kom gríðarsterk inn. Nokkrir dagar í Reykjavík og svo rúm vika á Krók. Að sjálfsögðu fékk maður allskynns veður, þó að á Króknum hafi verið 20 stiga hiti og sól allann tímann eins og vanalega. (Þessi veðurlýsing var í boði Bóksalans.)

Bókin á náttborðinu er sérstaklega áhugaverð.

Lag dagins er Mr. Crowley með Ozzy Osbourne. Alveg hreint ágætt lag.

miðvikudagur, nóvember 09, 2005

My, my, my

Ég lét loks verða af því að sjá hina margumtöluðu mynd The Prince & Me. Það var auðvitað eins og mig grunaði, að þetta er afskaplega falleg mynd. Það er lokasvar.

Það held ég nú.

Lag dagsins er Wherever I May Roam með Metallica.

föstudagur, nóvember 04, 2005

Straight ahead a green light turns to red

Fína veðrið sem tók á móti manni á landi Ísa. Jökulkuldi og fína rokið.

Annars er alltaf fínt að koma heim. Ég er kominn með meiriháttar kaffitremma af því að vera í bænum að hitta fólk.

Maður þarf að þakka fyrir ýmislegt, eins og akstur frá Kef, matarboð, gistingu, kaffi, og fleira í þessum dúr. Ég ætla hins vegar ekki að koma með þakkarlistann í Óskarsverðlaunastílnum hér, heldur segi takk fyrir mig. Þið vitið hver þið eruð.

Ég kom norður í kvöld. Fín ferð norður með Binna Júll. Borgari í Staðarskála. Klikkar aldrei.