fimmtudagur, nóvember 17, 2005

Over the Mountain

Ég þakka pent fyrir afmæliskveðjurnar. Eins og segir í laginu: "Shorter of breath, and one day closer to death". Það held ég nú.

Nú er atvinnuleytin komin á fullt. Allar síður þrælkembdar eftir störfum sem passa og gefa grimmt af sér. Vonandi að eitthvað fari að gerast í þessum málum.

Íslandsferðin kom gríðarsterk inn. Nokkrir dagar í Reykjavík og svo rúm vika á Krók. Að sjálfsögðu fékk maður allskynns veður, þó að á Króknum hafi verið 20 stiga hiti og sól allann tímann eins og vanalega. (Þessi veðurlýsing var í boði Bóksalans.)

Bókin á náttborðinu er sérstaklega áhugaverð.

Lag dagins er Mr. Crowley með Ozzy Osbourne. Alveg hreint ágætt lag.