mánudagur, október 24, 2005

We laugh at others failures, though we have not done shit

Nú hef ég hlustað á þennan frábæra disk í viku, og þetta er einhver magnaðasta músík sem ég hef heyrt lengi.

Ég fór á Hvíta Lambið, sem er pöbb á Kola-torginu í Köben, á föstudagskvöldið. Kíktí þangað með Gumma og Gunna, en Gunni var einmitt að skila lokaverkefni deginum áður. Þessi pöbb er tóm snilld, og reyndar merkilegt nokk að ég hafi aldrei stungið inn nefi þar áður. Staðurinn er frá 1807, og lítur ekki út fyrir að vera deginum yngri.

Ástæðan fyrir því að við settumst þarna niður, var sú að þarna er spilaður djass sex kvöld í viku. Og þetta kvöld var búið að krota á töflu á vegg að Helge Kajs Trio myndu spila. Reyndar var búið að strika yfir Trio, og svo Kvartett, áður en bandið byrjaði að spila. Og áður en við fórum voru orðnir níu meðlimir í bandinu. Og svo virtist sem að ef að þú mættir með hljóðfærið þitt og þekktir einhvern í bandinu, þá varstu kominn í hljómsveitina. Ég hafði á orði að hvílík synd það var að ég væri án munnhörpdýrsins. (Ekki það að ég geti spilað hálft djasslag á nokkur hljóðfæri, en kommentið var ágætt. Tja, eða ekki...)

Á laugardaginn var aftur strunsað í bæinn, og að þessu sinni var stefnan sett á Bloomsday. Þar sem að Hinir Sömu voru staddir í London á Arsenal-Man.City, þá varð ég að sjá leikinn. Svona til að verða viðræðuhæfur um jólin. Sá nokkra Íslendinga á staðnum, þar á meðal fyrrum aðstoðarskólameistarann. Leikurinn var stórfurðulegur, og réði þar mestu um gjörsamlega óskiljanlegt víti hjá Bobbí Píres. Hvað maðurinn var að reykja mun ég aldrei skilja. Og að auki sendi hann boltann á sporbaug frá marklínunni. Hann var ekki maður leiksins. Það er ljóst. En Arsenal vann. Og Liverpool tapaði. Alltaf góðir tímar.

Ég fékk loks svar frá tappanum sem ég var að spyrja um vinnu. Sá gaf mér upplýsingar um hvað þeir væru að gera og að verið væri að leita að mönnum. Að auki fylgdu upplýsingar um við hvern ég ætti að tala næst. Spennandi. Reyndar grunar mig að ef að þetta gengur eftir, þá þarf ég líklega að rifja upp hluti sem ég setti mig aldrei sérstaklega mikið inní. Frekar áhugavert samt.

Þar sem mér tókst loksins að ná myndunum úr símanum yfir á tölvuna, þá má ég til með að setja þessar tvær hér inn. Hér má sjá hvernig Hrönn og Erna höfðu það við skrif á lokaverkefni:




Það er einnig gaman að segja frá því að Hrönn setti nýtt í að láta taka af sér mynd með hendur fyrir andliti í sumar. Hreint ótrúlegt innsæi fyrir væntanlegum myndatökum.

Aha...Þetta myndadæmi er skemmtilegt. Hér er ein frá því í sumar:


Fernando, Gunni Litli og ég við grillið. Alveg gáfulegir. Svei mér þá, ef að það var ekki eitthvað sem brann.

Góðann daginn gamla gráa skólahús:


Byggingin sem ég eyddi fyrstu tveimur skólaárunum í.

Tilvitnun vikunnar:
"If you were to spend $100 million against Mother Teresa, her poll numbers would go down, too.'' -- Gov. Arnold Schwarzenegger, on public TV's "California Connected."