What a sensitive mess
Þetta var ekkert freistandi, nei-nei.
Ég sá Madagascar í gær. Býsna fjandi fyndin. "I like to move it, move it..." Ali G klikkar ekki.
Á föstudaginn var afmæli hjá Navid, sem er gamall bekkjarbróðir úr diplominu. Ok, kannski ekki svo gamall. Eins og búast mátti við af honum, þá var vel veitt og fullt af fólki mætti á svæðið. Ég var reyndar merkilega spakur og var kominn heim um hálf þrjú. Reyndar versnuðu mál þá aðeins, þar sem hér á ganginum var bullandi partí. Í staðinn fyrir að pirra sig á að geta ekki sofið fyrir látum, ákvað ég að taka þátt. Svosem ágætt. Undir lokin var gítarinn kominn á loft og fólk farið að syngja dönsk dægurlög. Þetta þýddi hins vegar fjandans flensu í gær.
Næasta vika verður tekin í að undirbúa vörnina. Veisla.
Lag dagsins: Madman across the water með Elton John.
<< Home