þriðjudagur, september 27, 2005

the wind just kinda pushed me this way

Alveg er það magnað hvað sumar myndir eldast misvel. Mér varð hugsað um þetta þegar ég horfði á Backdraft. Reyndar er málið með þá mynd ekki svo mikið að hún hafi elst illa. Það er meira málið að það sorglegt að sjá suma leikarana. Reyndar er alls ekki hægt að kvart yfir Kurt Russel, Robert DeNiro eða Scott Glenn. Og Donald Sutherland er meiriháttar sem pírómaníakkinn. Hins vegar vegur þessi kvartett ekki upp vægast sagt grátlega frammistöðu William Baldwin og Jennifer Jason Leigh. Mér er svosem nett sama um Baldwin, en ég hélt alltaf að JJL væri býsna góð leikkona. The lesson, as always: I'm an idiot.

Ég hef nett gaman að kíkja á . Þvílíkt safn af júsless upplýsingum, sem þeir sem þekkja mig vita að eiga til að fara á límhliðina á mínum heila. Anyways, mér fannst góður punktur að Alec Baldwin hafi sagt William bróður sínum að leika í Bio-Dome "could be the single most career ending decision he could possibly make". Ótrúlega vel séð fyrir, en kommon, Kylie Minogue og Pauly Shore léku í myndinni...

Góð lína úr Clerks: Did the destruction of the second Death Star in "Jedi" cost innocent contractors their lives? Mæli með Kevin Smith myndunum. (Hef þó ekkert séð sem hann hefur gert eftir Jay and Silent Bob strike back, og því þýðir ekkert að herma Jersey Girl uppá mig.)

Jamm...Það er meira hvað maður hefur mikið að gera núna eftir skil...

Annars er verkefni vikunnar að senda tvær starfsumsóknir. Ég mun verðlauna mig með bjór á föstudag ef það hefst.

Reyndar verður líklega bjór hvort eð er, þar sem ég er að fara í afmæli, but who cares? Það verður að búa sér til gulræturnar. Ekki vaxa þær á trjám.

Er að hlusta á Van Morrison. Enlightenment. Passar fínt.