laugardagur, september 24, 2005

Was?

Tók nettann vídeópakkann í kveld. Og blandan var þokkalega sýrð, auðvitað.

Sá fyrst Never Scared, sem er stand-up með Chris Rock frá því í fyrra. Ótrúlegur kjaftur á kallinum, og reyndar ótrúlega pólítískt. Fílaði þetta ágætlega.

Neggst öpp, var mynd sem verður líklega best flokkuð sem b-mynd. Ekkert að því, þar sem Jennifer Garner lék Elektru. Svona klassískt Marvel-Comics dæmi sem situr í manni síðan maður var í hasarblöðunum í denn.

Síðasta mynd kvöldsins var tvímælalaust sú besta. Ótrúlega mögnuð mynd, þrátt fyrir að vera á því fagra tungumáli, þýsku. Der Untergang er mynd sem fólk ætti að sjá. Ein af þessum örfáum myndum sem fær mann til að hugsa um afhverju fólk er eins og það er.

Best að verða ekki of djúpur hér. Mæli hinsvegar eindregið með myndinni.

Ætli þetta verði árið sem Golden State standi sig? Arsenal eru ekki að gera góða hluti, Green Bay eru krapp eins og er. Spurning hvort að þetta sé svona vog á þessu?