mánudagur, október 17, 2005

There's Gold in Them Hills

Menningarnótt í Köben síðasta föstudagskvöld. Helga og Rúna buðu mér í mat, og svo var stefnt á sýningu hjá Sossu. Alveg þrusuflott allt það sjó. Hrikalega mikið af fólki í bænum, þannig að nokkur okkar flúðum inná Sam's bar. Það kom sterkt inn.

Í það minnsta var ég handónýtur á laugardaginn, og var líklega farinn fyrr að sofa á laugardagskvöld en nokkru sinni áður. Allavega ef tekið er í reikninginn að ég þurfti svosem ekkert að gera í dag.

Spennandi vika býður. Það verður þrælspennandi að sjá hvað gerist með þessa vinnu.

Lag helgarinnar er Paradise by the Dashboard Light. Kjöthleifurinn og Ellen Foley sterk. Við Helga Hrönn fórum mikinn við að syngja þetta lag á Sams bar. Ye Gods...