And then there were two...
Hilmar varði sitt lokaverkefni í dag, og Erna og Hrönn vörðu sitt á mánudaginn. Þeim gekki vel og er hérmeð óskað til hamingju með að vera búin.
Í kvöld fór ég á tónleika. Ég var satt að segja þokkalega rólegur yfir þessum konsert, en ákvað að skella mér, þar sem Steve Vai er einn af þessum stóru í gítarheiminum.
Ég hef reyndar séð kappann áður, eða þegar Whitesnake komu til Íslands og spiluðu í Reiðhöllinni (Angry-Palace). Það vantaði svosem ekkert uppá tilþrifin í það skiptið, en í kvöld var hann að spila sína eigin músík en ekki músíkina Coverdale.
þess má geta að Steve Vai lék á móti Ralph Macchio í hinni stórfenglegu mynd Crossroads. (Ruglist ekki saman við samnefnda mynd með Britney Spears, plís.)
Þegar mætt var á svæðið var upphitunarbandið byrjað að spila. Þar var á ferðinni gaukur að nafni Eric Sardinas. Þar er á ferðinni einhver ferskasti gítarleikari sem ég hef séð live í langann tíma. Hann spilar eingöngu á kassagítar eða stálgítar með capo-um og slide-rörum, en hljómar eins og argasti þungarokkari. Þ.e., á góðan máta. Keypti af honum disk eftir tónleika og fékk áritaðann af honum og bassaleikara sveitarinnar. Ég verð reyndar að segja að ég trúi sögunni sem Vai sagði af þeim á tónleikunum, þar sem bassaleikarinn stóð í lappirnar af gömlum vana, og Sardinas minnti mig á blöndu af Tyler og Perry. Vantaði reyndar ekki kurteisina.
Um Aðalatriðið gæti ég haft mörg orð. Það kom mér á óvart hversu mörg af Vai-lögunum ég þekkti, og að auki hversu gaman ég hafði af þessu öllu. Þetta er frekar spes músík. Megnið instrumental. En, mæ god. Eruði að grínast með hljóðfæraleikarana? Fimm manna band. Vai, Billy Sheehan, Tony MacAlpine, trommara sem ég man ekki hvað heitir og gítarleikara sem ég man heldur ekki hvað heitir. Ekki það að trommarinn og þriðji gítarleikarinn væri ónýtir. Meira það að MacAlpine og Sheehan voru alveg í gríninu. Og ég ætla ekki einu sinni að tala um helvítið hann Vai. Það er orðið súrt þegar bassaleikarinn spilar hraðar á bassann en flestir gítarleikarar semm ég hef heyrt í.
Það er ljóst, að ég hlustaði á gítarleikara í kveld. Ekki gítareigendur. Ég er núna að ákveða hvort ég eigi að brenna gítarinn minn. Hnuss...
Lag dagsins er My guitar wants to kill your mama. Frank Zappa ávallt normal.
<< Home