föstudagur, október 14, 2005

I'm gonna try and pick up the pieces

Það er eilítið skrítið að klára skólann. Fyrst er skilað verkefni sem maður hefur unnið við í 7+ mánuði. Og við skilin er það eins og maður sé búinn.

En, nei. Það á eftir að verja kvikindið. Og alveg frá skilum og uppað vörn segir maður við sjálfann sig að það er "ritgerðin sem skiptir máli", o.s.fr...

Sem er reyndar að mestu rétt. En samt. Og það er málið. Maður er ekki búinn fyrr en vörnin er í höfn. Merkilegur munur.

Ég varði þriðjudaginn 11. okt. klukkan 10. Reyndar grunar mig að vörnin hafi byrjað mínútu í tíu, og það hafi orðið til að Hilmar mætti 30 sekúndum of seint. Eins og mín er von kláraði ég að undirbúa vörnina klukkan hálf níu samdægurs. Lítill svefn. Svosem allt í lagi. Það er ákveðin stemming við að taka "all-night-erinn" á þetta. Hins vegar alveg magnað að slá þessu svona á frest. Sérstaklega þar sem ég hef vitað í fleiri vikur hvað ég ætlaði að tala um.

Á vörnina mættu Pabbi, Bruno, Thomas og Gunni litli. (Hilmar hefði udvidað mætt ef ég hefði byrjað á réttum tíma, aldrei þessu vant byrjaði ég fyrir tímann. Gó figjúr. Og auðvitað Kaj, prófessorinn minn, og prófdómarinn, sem mig minnir að heiti Ove. Ég lít svo á að vörnin hafi gengið súper-vel. Ég dreg þá ályktun af því að Gunni dottaði ekki, og að prófdómarinn var gríðarlega jákvæður í garð kynningarinnar. Hins vegar verður að segjast, að fyrst dómarinn hafði svona margar spurningar, þá var skýrslan ekki nógu góð. Sem ég skal skrifa uppá hvenær sem er. Úffff....las hana nóttina fyrir vörn, og þvílíkt torf.

Æji....Skítt með það. Þeir geta ekki tekið einkunnina aftur. (Eða hvað???)

(Og reyndar notaði ég það dörtí trikk til að halda Gunna vakandi, að missa bendiprikið tvisvar í gólfið, þannig að...)

Árni og Kolla mættu svo í gær, og Mamma og Binný í dag. Og í dag var svo formleg útskrift frá DTU. Ég hefði ekki viljað missa af því, og það var þvílík synd að skessurnar gátu ekki verið með. Bött þðatts læf. Við Hilmar útskrifuðumst hins vegar saman, ásamt nokkrum öðrum Íslendingum. Þar á meðal var Gunni Þóris, en við byrjuðum einmitt saman í rafmagnsverkfræðinni heima í HÍ. Ólíkar leiðir sem menn taka, það er óhætt að segja.

Ég fór svo með fólkinu á Reef 'n Beef. Þar var fólk misdjarft í matarvalinu. Krókódíll er víst góður. Fólk er ekki sammála um kengúruna. Allir voru ánægðir með eftirréttina.

Það var súrt að Pabbi þurfti að fara snemma. Og Mæju var virkilega saknað. En eins og maðurinn sagði, læfsabidds. Það er ljóst að það verður tekin veisla þegar systir mín klárar Fjölbrautina. Það held ég nú!!!

Ég var búinn að gefa það út fyrir löngu, að ég væri ekki mikið að stressa mig á því, hvort að fólkið mitt gæti komist þessa viku. Og það er eins og það er.

Ég er afar sáttur að þið komuð.

Takk fyrir mig.