fimmtudagur, október 27, 2005

Maybe the table could go

Ég kíkti loks til læknis í gær til að láta athuga kúluna sem búin er að vera á ökklanum á mér í kringum tvö ár. Læknirinn leit á þetta og sagði að þetta væri líklega vökvi á liðnum, og hvort ekki væri ráð að "prófa" að fjarlægja þetta.

Það varð úr. Nál í liðinn og svo var byrjað að draga blóð. En Dokksi gafst upp eftir tvær sprautur og vildi þá senda mig til sérfræðings, þar sem kúlan var ekkert að minnka.

Meiriháttar.