miðvikudagur, desember 31, 2008

Gleðilegt ár!

miðvikudagur, desember 24, 2008

Gleðileg Jól!

þriðjudagur, desember 23, 2008

What´s the rush?

Þvílíkt sjokk að rölta niður í miðbæ Köben að kvöldi Þorláksmessu. Okkur var farið að hlakka til að rölta niður á strik og slappa af inná veitingahúsum meðan fólk þeystist um að kaupa síðustu gjafirnar.

Það var hins vegar búið að loka næstum öllum búðum á strikinu. Ótrúlegt! Hvar er jólaæsingurinn hjá Dönunum? Veit alls ekki hvað mér finnst um þetta?

laugardagur, desember 20, 2008

Bögg

Flís í stórutá. Frábært!

He´s always taken interest

Það er vissulega undarlegt að vera ekki á leiðinni á þessum tíma ársins í fyrsta sinn síðan árið 2000. Sjonni benti á að það myndi vanta ákveðinn póst í jólaundirbúninginn að fara ekki á flugvöllinn að sækja mig. Og það er nokkuð til í því. En eins gott og það er að koma heim, þá er ég farinn að hlakka til 13 daga í lestri heima. Alveg ágætt.

Annars. Er að spá í að hafa svona end-of-the-year-pistil ef ég kem mér í það í næstu viku.

Einhver til í að bjóða í hvort maður hefur það af í tíma?

fimmtudagur, desember 04, 2008

It ain´t easy being green

Ekki vissi ég fyrr en í gær að New Yardbirds sem seinna urðu að Led Zeppelin spiluðu í fyrsta sinn opinberlega í Gladsaxe í Danmörku. Þetta fróleikskorn er úr bókinni When Giants Walked the Earth, sem ég var að byrja á í gær.

Kláraði ævisögu Einsteins í gær. Fín bók sem ég er búinn að eiga við síðan í heimferðinni frá Atlanta. Fannst hún að skýra ágætlega út afstæðiskenningarnar á mannamáli. Fékk mig einnig til að kíkja í eðlisfræðibækurnar til að reyna að skilja betur skammtafræðina. Ég komst reyndar fljótt yfir það, og snéri mér að því að horfa á Prúðuleikarana.

Það held ég nú.