sunnudagur, nóvember 26, 2006

Keeping the dream alive

Úfff...Þvílík át-helgi.

Fórum í mat til Hilmars í gær, þar sem hann bauð uppá íslenskt lambalæri. Og pönnukökur með ís í eftirrétt. Þvílík veisla.

Nema, að í dag var svo kíkt í dim-sum með Bjössa og fleirum. Maður át auðvitað vel yfir sig þar. Nema hvað. Þaðan var svo haldið á pöbbinn til að horfa á Man.Júnæted og Tjellsí.

Og nú situr maður heima yfir amerískum fótbolta og nýbúinn að torga einum mexíkönskum rétti. Jebb, ég myndi segja að matarlystin sé að koma aftur, hægt og rólega.

Ágætis dagur, alveg hreint.

Lag dagsins er tvímælalaust Sagan af Jesúsi, jólalag Baggalúts frá því í fyrra. Kemur manni alltaf í gott skap.

föstudagur, nóvember 24, 2006

All of history

Ég skal alveg taka undir það, að ekki er búið að vera mikið um að vera hér uppá hið síðasta. Maður er einhvern veginn ekki búinn að vera í blogg stuðinu eftir fjandans flensuna.

Ég brá mér niður á Irish Rover á þriðjudagskvöldið, til að kíkja á Arsenal leikinn. Svosem ekki í frásögur færandi, nema að ég hitti Bjössa Sigtryggs á knæpunni. Ég hef líklega ekki hitt Bjössa í 2 eða 3 ár, þannig að það var býsna gaman að hitta kappann þarna. Við sátum þarna og sáum Arsenal vinna Hamborg. Kíktum svo á einhvern hótelbar á leiðinni heim. Og hittum Atla Björn. Talandi um að heimurinn sé lítill þegar maður er Íslendingur. Nú, eða ef maður er af Króknum...

Ég hitti Kaj, prófessorinn minn, í Nokia í morgun. Alveg ágætt að hitta þann ágæta mann. Hann var þarna til að kíkja á nemanda sinn sem er í praktík hjá Nokia. Nokkuð skondið að hafa hitt Kaj í morgun, þar sem fyrr í vikunni var ég að hugsa um verkefnið sem ég vann hjá honum. Og hvort hann hafi fundið einhvern til að halda áfram með það. Ég held að ég þurfi að komast að því, og ef ekki, þá er spurning um að fara að kíkja á þetta um helgar.

Ég var einmitt að fá boð á 2007 IEEE Internation Symposiom on Antennas and Propagation. Well, boð og boð...Maður getur pantað á þetta. Nema að þetta er næsta júní á Sheraton í Honolulu á Hawai. Hmmm....Hvernig getur maður logið sig þangað??? Spurning um að reyna að koma þessu verkefni sínu á boðlegt form.

Annars er helsta ósk mín í dag að ég fái fulla heyrn á hægra eyra. Sem ég hef ekki haft síðan ég fékk flensuna. Meiriháttar pirrandi. Óskar, er þetta normalt???

miðvikudagur, nóvember 15, 2006

There's a bottomless feeling

Eins og trymbillinn benti réttilega á, þá hefur ekki verið mikið um að vera hér síðustu daga. En það er svosem ástæða fyrir því. Ætlunin var að bregða sér til London um síðustu helgi með Elínu. Ég ætlaði bara að stoppa helgina, en hún að dvelja eilítið lengur hjá vinum sínum. Gott mál. Eða þangað til að ég lagðist í flensu á fimmtudaginn og komst ekki með. Meiriháttar!!!

Var reyndar að spá í að hella í mig verkjalyfjum og láta mig hafa það. Það var svo eins gott að ég gerði það ekki, því fjandans flensan fór ekkert að skána að ráði fyrr en á sunnudag. Og þá auðvitað hægt og róóólega. Þannig að gúdd tæms ollaránd.

Til að gera skapsmunina enn verri, er blessaða daytime tv-ið hér. Hólí-mólí!!! Djöfull er mikið af slæmu sjónvarpsefni, og enn meira af slæmu sjónvarpsfólki.

Í einum þættinum heyrði ég þessa snilld: "... and at this point in time, he realized that life is precious commodity." Eruðið að grínast í mér? Hvaða fáviti lætur svona útúr sér í fullri alvöru?

Eða: "It's retro-futuristic!" Ó, man. Getting pissed, bara að hugsa um þessa vitleysu.

Fínt að eyða afmælisdeginum í svona hugleiðingar. Það held ég nú. Þakka fyrir kveðjurnar.

fimmtudagur, nóvember 02, 2006

P-p-p-press play

MTV-Europe Awards eru í kvöld í Kaupmannahöfn. Af þessu tilefni eru aðal jónasarnir búnir að fylla bæinn. Og auðvitað eru uppgrip hjá öllum VIP börunum í bænum. Svosem hið besta mál. Köben tekur hins vegar á móti pop-elítunni með þvílíkum kulda og djöfulgangi. Eins gott að Snúp-Dogg var vel klæddur.

Ég vona innilega að Nik og Jay fái engin verðlaun í kvöld. Danskt pop-rapp, oji-bara.

Sá einhver leikinn FCK-Man. Utd. í gær? Mæ god, hvað völlurinn var illa farinn. Greinilega hressandi að hafa eitt stykki Bruce Springsteen tónleika helgina fyrir leikdag. Aldeilis.

Fyrst að kvartað var yfir hljómi dagsins um daginn, þá er best að velja lag dagsins. (Reyndar óþarfa mórall útí G-mollinn, sem eins og bent var á kemur fyrir í mörgum góðum lögum...eníveis.) Lag dagsins er Caught up in you, gamli 38 Special smellurinn. Það held ég nú!