miðvikudagur, nóvember 15, 2006

There's a bottomless feeling

Eins og trymbillinn benti réttilega á, þá hefur ekki verið mikið um að vera hér síðustu daga. En það er svosem ástæða fyrir því. Ætlunin var að bregða sér til London um síðustu helgi með Elínu. Ég ætlaði bara að stoppa helgina, en hún að dvelja eilítið lengur hjá vinum sínum. Gott mál. Eða þangað til að ég lagðist í flensu á fimmtudaginn og komst ekki með. Meiriháttar!!!

Var reyndar að spá í að hella í mig verkjalyfjum og láta mig hafa það. Það var svo eins gott að ég gerði það ekki, því fjandans flensan fór ekkert að skána að ráði fyrr en á sunnudag. Og þá auðvitað hægt og róóólega. Þannig að gúdd tæms ollaránd.

Til að gera skapsmunina enn verri, er blessaða daytime tv-ið hér. Hólí-mólí!!! Djöfull er mikið af slæmu sjónvarpsefni, og enn meira af slæmu sjónvarpsfólki.

Í einum þættinum heyrði ég þessa snilld: "... and at this point in time, he realized that life is precious commodity." Eruðið að grínast í mér? Hvaða fáviti lætur svona útúr sér í fullri alvöru?

Eða: "It's retro-futuristic!" Ó, man. Getting pissed, bara að hugsa um þessa vitleysu.

Fínt að eyða afmælisdeginum í svona hugleiðingar. Það held ég nú. Þakka fyrir kveðjurnar.