P-p-p-press play
MTV-Europe Awards eru í kvöld í Kaupmannahöfn. Af þessu tilefni eru aðal jónasarnir búnir að fylla bæinn. Og auðvitað eru uppgrip hjá öllum VIP börunum í bænum. Svosem hið besta mál. Köben tekur hins vegar á móti pop-elítunni með þvílíkum kulda og djöfulgangi. Eins gott að Snúp-Dogg var vel klæddur.
Ég vona innilega að Nik og Jay fái engin verðlaun í kvöld. Danskt pop-rapp, oji-bara.
Sá einhver leikinn FCK-Man. Utd. í gær? Mæ god, hvað völlurinn var illa farinn. Greinilega hressandi að hafa eitt stykki Bruce Springsteen tónleika helgina fyrir leikdag. Aldeilis.
Fyrst að kvartað var yfir hljómi dagsins um daginn, þá er best að velja lag dagsins. (Reyndar óþarfa mórall útí G-mollinn, sem eins og bent var á kemur fyrir í mörgum góðum lögum...eníveis.) Lag dagsins er Caught up in you, gamli 38 Special smellurinn. Það held ég nú!
<< Home